Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku 8. febrúar 2011 09:12 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira