Methagnaður hjá stærstu verslun Norðurlanda 16. janúar 2011 08:45 Sænska verslunin Gekås skilaði methagnaði á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 3,8 milljörðum sænskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Veltan nam 25,7 milljörðum sænskra kr. á árinu. Verslunin, sem er staðsett við bæinn Ullared, er sú stærsta á Norðurlöndunum. Gekås stærir sig af því að hafa allt til staðar í versluninni á lágu verði. Verslunarplássið er á við fimm fótboltavelli í fullri stærð og hvergi er að finna fleiri bílastæði fyrir utan einn stað í Svíþjóð ef Arlanda flugvöllurinn er undanskilinn. Alls komu 4,5 milljónir viðskiptavina í verslunin á síðasta ári. Könnun leiddi í ljós að hver viðskiptavinur ferðast að meðaltali 245 km bara til að versla í Gekås. Það eru ekki bara Svíar sem versla í Gekås, þangað eru skipulagðar rútuferðir frá Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Biðraðarmet var sett hjá Gekås 30. október í fyrra. Þá komu 81 rúta að versluninni á sama tíma. Vegna reglna um brunavarnir má bara viss fjöldi vera inni í versluninni á hverjum tíma svo að biðröð myndaðist. Mældist hún 1,4 km að lengd þegar mest var. Það athyligsverða við Gekås er að verslunin eyðir nær engu í að auglýsa sig. Ein auglýsingin, sem birtist á hverju ári, er tvídálka jólakveðja í staðarblaðinu Hallands Nyheter. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Sænska verslunin Gekås skilaði methagnaði á síðasta ári. Nam hagnaðurinn 3,8 milljörðum sænskra kr. eða um 66 milljörðum kr. Veltan nam 25,7 milljörðum sænskra kr. á árinu. Verslunin, sem er staðsett við bæinn Ullared, er sú stærsta á Norðurlöndunum. Gekås stærir sig af því að hafa allt til staðar í versluninni á lágu verði. Verslunarplássið er á við fimm fótboltavelli í fullri stærð og hvergi er að finna fleiri bílastæði fyrir utan einn stað í Svíþjóð ef Arlanda flugvöllurinn er undanskilinn. Alls komu 4,5 milljónir viðskiptavina í verslunin á síðasta ári. Könnun leiddi í ljós að hver viðskiptavinur ferðast að meðaltali 245 km bara til að versla í Gekås. Það eru ekki bara Svíar sem versla í Gekås, þangað eru skipulagðar rútuferðir frá Noregi, Danmörku, Þýskalandi og Hollandi. Biðraðarmet var sett hjá Gekås 30. október í fyrra. Þá komu 81 rúta að versluninni á sama tíma. Vegna reglna um brunavarnir má bara viss fjöldi vera inni í versluninni á hverjum tíma svo að biðröð myndaðist. Mældist hún 1,4 km að lengd þegar mest var. Það athyligsverða við Gekås er að verslunin eyðir nær engu í að auglýsa sig. Ein auglýsingin, sem birtist á hverju ári, er tvídálka jólakveðja í staðarblaðinu Hallands Nyheter.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira