Hundruð manna enn í rústum húsa 24. febrúar 2011 01:00 Gerónýtt heimili Hjónin Murray og Kelly James fyrir utan heimili sitt í Christchurch daginn eftir jarðskjálftann.nordicphotos/AFP Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Nokkrum hundruðum manna hefur verið bjargað á lífi úr rústum húsa í Christchurch á Nýja-Sjálandi en um 300 manns var enn saknað í gær, daginn eftir að 6,3 stiga jarðskjálfti reið þar yfir. Að minnsta kosti 75 manns eru látnir. Hundruð hermanna, lögreglumanna og hjálparstarfsmanna hafa leitað í rústunum í örvæntingarfullu kapphlaupi við tímann, sem stundum hefur skilað óvæntum árangri. Mikill fögnuður braust þannig út í gær þegar björgunarmenn náðu Ann Bodkin út úr rústum háhýsis eftir mikið erfiði, því hún lá grafin innan um steypuklumpa og snúin málmstykki. Eiginmaður hennar hafði beðið milli vonar og ótta meðan unnið var að björgun hennar. Svo hittist á að um leið og hún var laus úr rústunum brutust geislar sólarinnar út úr skýjunum, en þungbúið hafði verið fram að því. Varð þá Bob Parker, borgarstjóra í Christchurch, að orði: „Þeir náðu Ann út úr byggingunni og Guð kveikti ljósin.“ Verr fór annars staðar í borginni þar sem fimmtán ára tvíburar, Lizzy og Kent, biðu fyrir utan Canterbury-sjónvarpsstöðina, sjö hæða byggingu þar sem móðir þeirra vann við morgunþátt. Húsið hrundi í jarðskjálftanum en þau reyndu hvað þau gátu að halda í vonina meðan björgunarfólk kannaði aðstæður. Þá kom lögreglukona út úr rústunum, kraup fyrir framan tvíburana og sagði enga von lengur til þess að neinn fyndist á lífi í rústunum. Fimmtán starfsmenn sjónvarpsstöðvarinnar voru í húsinu og þar voru einnig tíu japanskir skiptinemar ásamt kennurum í tungumálaskóla sem einnig var til húsa í byggingunni. Heilu hverfi borgarinnar eru í rúst eftir jarðskjálftann. Að kvöldi þriðjudags var ákveðið að leggja á útgöngubann yfir nóttina, bæði til þess að tryggja að fólk færi sér ekki að voða á hættulegum stöðum og til þess að koma í veg fyrir þjófnaði. Nokkrir hafa verið handteknir fyrir innbrot og þjófnaði. Hætta þótti á að ein hæsta bygging borgarinnar, hið 27 hæða Hotel Grand Chancellor, myndi hrynja og var ákveðið að rýma hótelið og næstu tvær húsaraðirnar í kringum það. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira