Horfur batna innan Evrópusambandsins 3. mars 2011 05:00 Framkvæmdastjóri efnahags- og gjaldeyrismála hjá ESB segir aðildarríki sambandsins vera að rétta úr kútnum. Fréttablaðið/AP Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Búast má við að meðalhagvöxtur verði 1,6 til 1,7 prósent innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) á þessu ári. Þetta er 0,1 prósentustigi meira en áður var gert ráð fyrir í hagspá ESB í nóvember í fyrra. Framkvæmdastjórn ESB birti uppfærða hag- og verðbólguspá á þriðjudag. Þar kemur meðal annars fram að aðstæður í efnahagslífinu hafi batnað og séu horfur aðildarríkja ESB almennt góðar. Hún er almennt í takt við endurskoðaðar hagspár á fleiri hagsvæðum sem gefnar hafa verið út upp á síðkastið. Samtök viðskiptahagfræðinga í Bandaríkjunum spáðu því á dögunum að hagvöxtur þar í landi yrði 3,3 prósent í ár. Fyrri spá þeirra hljóðaði upp á 2,6 prósent. Líkt og aðrir setja þeir ýmsa fyrirvara við spá sína. Þar á meðal geti hátt olíuverð og verðhækkanir á hrávöru sett strik í reikninginn. Í spá framkvæmdastjórnar ESB kemur fram að búist sé við 0,6 prósenta hagvexti á þessu ári miðað við 0,2 prósent á fjórða ársfjórðungi í fyrra. Gert ráð fyrir að Þýskaland, stærsta aðildarríki sambandsins, muni leiða lestina með 2,4 prósenta hagvexti á árinu. Bandaríska dagblaðið Wall Street Journal hefur eftir Olli Rehn, framkvæmdastjóra efnahags- og gjaldeyrismála hja ESB, að eftir samdrátt á seinni hluta síðasta árs sé almennt búist við efnahagsbata á þessu ári. Rehn, sem kynnt hagspá framkvæmdastjórnarinnar í Brussel á þriðjudag, sagði efnahagsbatann misjafnan eftir aðildarríkjum. Nokkur þeirra sem hafi glímt við efnahagsörðugleika í fyrra muni gera það enn um sinn. Þá eru fjármálamarkaðir víða í aðildarríkjunum enn viðkvæmir. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira