Efasemdir um kjarnorku fá byr undir báða vængi á ný 15. mars 2011 05:45 Sprengingin í kjarnaofni 3 Sprengingar hafa orðið í tveimur kjarnaofnum í Fukushima. nordicphotos/AFP Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
Efasemdir um hvort skynsamlegt sé að nota kjarnorku hafa fengið byr undir báða vængi í kjölfar jarðskjálftanna í Japan, þar sem kjarnorkuverið í Fukushima laskaðist illa og hætta á alvarlegri mengun hefur ekki verið útilokuð. Bæði þýsk og svissnesk stjórnvöld hafa, í ljósi atburðanna í Japan, frestað öllum ákvörðunum um frekari uppbyggingu kjarnorkuvera. Í Frakklandi og Bandaríkjunum hefur umræðan um kjarnorkuver einnig breyst skyndilega í ljósi nýjustu atburða. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur slysið í Fukushima einnig kynt undir gagnrýni á kjarnorkustefnu stjórnvalda. Sérfræðingar telja reyndar litlar sem engar líkur á því að slysið og mengunin verði af sömu stærðargráðu og í Tsjernóbyl árið 1986 þegar geislamengun barst yfir stór svæði í Sovétríkjunum og Evrópu og kostaði tugi manna lífið auk þess að hafa skelfileg áhrif á heilsufar fjölda fólks í næsta nágrenni og jafnvel víðar. Nær sé að bera slysið í Fukushima saman við kjarnorkuslysið á Three Mile Island í Bandaríkjunum árið 1979, enda hafi orsökin þá verið svipuð: bilun í kælikerfi. Kjarnaofnarnir í Tsjernóbyl hafi auk þess verið allt annarrar gerðar en ofnarnir í Fukushima og öryggisatriði ekki í jafn góðu lagi. Í Japan eru nú starfrækt 54 kjarnorkuver. Frá þeim koma 30 prósent af allri raforku, sem notuð er í landinu. Áform hafa verið um að auka þessa hlutdeild upp í 40 prósent á næstu árum, en vera má að þau áform verði nú endurskoðuð. Kjarnorkuverið í Fukushima var tekið í notkun árið 1966. Þar eru nú starfræktir sex kjarnaofnar, en tveir í viðbót eru í smíðum. Af ofnunum sex voru þrír í notkun þegar jarðskjálftinn reið yfir en hinir þrír voru ekki í notkun vegna viðhaldsvinnu. Yukio Edano, talsmaður japönsku stjórnarinnar, sagði síðdegis í gær að allt benti til þess að eldsneytisstangirnar í öllum þremur kjarnaofnunum væru byrjaðar að bráðna. Hve alvarlegt það verður fer eftir því hve vel gengur að kæla niður ofnana. Kælikerfi ofnanna þriggja eyðilagðist í jarðskjálftanum. Brugðið var á það ráð að dæla sjó inn á ofnana til að kæla þá, sem hefur dregið úr hættunni en þó gengið brösuglega. Sprenging varð í kjarnaofni númer 1 á laugardag, síðan í ofni númer 3 í gær og veruleg hætta virtist á sprengingu í þeim þriðja, ofni númer 2. „Tekist hefur að ná að minnsta kosti einhverjum stöðugleika í bili í ofnum 1 og 3,“ sagði Ryohei Shiomi frá kjarnorku- og iðnstofnun Japans í gær. „Öll okkar athygli og allt okkar starf beinist nú að ofni 2.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira