Óvissa um hvað er á seyði í kjarnaofnum 17. mars 2011 01:00 Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Akihito Japanskeisari ávarpaði þjóð sína í gær og hvatti fólk til að gefast ekki upp, þrátt fyrir erfiðleika í kjölfar náttúruhamfaranna. Þetta er í fyrsta sinn sem keisarinn kemur fram opinberlega með ávarp sem fyrir fram er hugsað til útsendingar í sjónvarpi. „Ég hef miklar áhyggjur af kjarnorkuástandinu vegna þess að það er óútreiknanlegt,“ sagði hann hátíðlegri röddu. „Með hjálp þeirra sem hlut eiga að máli vona ég að ástandið versni ekki.“ Hver ótíðindin á fætur öðrum hafa komið frá kjarnorkuverinu í Fukushima, þar sem sprengingar hafa orðið í þremur af sex kjarnaofnum og eldsvoði í þeim fjórða auk þess sem geislavirk efni hafa sloppið út í andrúmsloftið. Starfsmönnum versins var í gær skipað að forða sér þegar styrkur geislamengunar jókst skyndilega. Þar með þurfti tímabundið að hætta öllum tilraunum til að kæla niður kjarnaofna versins, sem hafa ofhitnað eftir að kælikerfin brugðust. Starfsmenn fengu að snúa aftur til vinnu síðar um daginn, en á meðan þeir voru fjarverandi glataðist dýrmætur tími í baráttu þeirra við að koma í veg fyrir kjarnabráðnun, sem hefði í för með sér alvarlega geislamengun í Japan og jafnvel víðar. Alls hafa um sjötíu verkamenn unnið að því að kæla niður ofnana, en þeir skiptust á að fara í verið til að minnka hættuna á að verða fyrir geislamengun. Hvorki stjórnvöld né yfirmenn í verinu hafa látið mikið uppi um hvað hefur farið úrskeiðis í verinu. Ástandið virtist þó hafa versnað. Hvít gufa steig upp af einum kjarnaofninum og eldur braust út í öðrum, annan daginn í röð. Greinileg óvissa ríkti um það til hvaða ráða ætti að grípa til að kæla verið niður. Reynt hefur verið að nota sjó til að kæla ofnana. Ýmislegt bendir einnig til að vatn hafi verið tekið úr ofni 2, sem ekki var í notkun, til að kæla niður annan ofn, með þeim afleiðingum að eldur braust út í ofni 2. Í eitt skipti voru þyrlur sendar á loft og leit út fyrir að nota ætti þær til að varpa vatni niður á einn eða fleiri ofna. Hætt var við það vegna geislamengunarinnar, sem hefði getað valdið flugmönnum þyrlunnar alvarlegu heilsutjóni. Yukiya Amano, yfirmaður Kjarnorkustofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ætla að halda hið fyrsta til Japans til að kynna sér af eigin raun hvað væri á seyði í verinu og til þess að bæta upplýsingaflæðið frá japönskum stjórnvöldum. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent