Að semja eða svíkja Sighvatur Björgvinsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Erlendir lánveitendur íslenskra banka og fyrirtækja hafa nú þegar tapað milli 7 og 10 þúsund milljörðum króna á því að treysta Íslendingum fyrir fjármunum. Því hafa þeir tapað þrátt fyrir, að þeir hafi verið fullvissaðir um, að slíkt myndi aldrei gerast. Íslenska þjóðin stæði á bak við bankakerfi sitt. Vandi þess væri ímyndarvandi en ekki hrunhætta. Svo hrundu feysknar stoðir. Fögru fyrirheitin voru bara hluti af blekkingunni... Samt trúa því sumir, að álit Íslands sé engu að síður óskaddað hjá almenningi í útlöndum. Fólk þar hafi um annað að hugsa en Ísland. Það má vel vera. En þegar íslenska ríkið og íslensk fyrirtæki þurfa á lánsfé að halda til þess að endurfjármagna erlend lán, sem komin eru á gjalddaga, eða til að kosta atvinnuskapandi framkvæmdir þá leita þau ekki til Jóns og Siggu í útlöndum heldur til sjóða og bankastofnana, sem búnir eru að tapa hærri fjárhæðum á íslenskum aðilum en ímyndunaraflið nær yfir. Skyldi vera auðvelt að endurnýja traustið? Ef ekki tekst – hvað gerist þá? Þá gerist það, sem er nú að gerast hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Þá verður að hætta framkvæmdum, selja eignir, segja upp fólki og hækka gjöld á íslenskum almenningi. Þetta sjá landsmenn nú ljóslifandi fyrir augunum. Virðir íslenska þráablóðið aldrei staðreyndir? Hvað varð svo um allar þessar þúsundir milljarða sem íslenskir aðilar tóku til láns í útlöndum? Eitthvað af því fór til vafasamra erlendra kaupahéðna. Mikill meirihluti rann til landsmanna sjálfra. Til eigenda íslensku bankanna. Til fyrirtækja útrásarvíkinga. Til bankareikninga, sem Íslendingar áttu í Lúxemborg, á Tortóla, á Ermarsundseyjum og á Bresku Jómfrúareyjum. Til íslenskra stjórnenda bankanna. Nokkur hluti þessara töpuðu fjármuna endaði sem lánveitingar til íslenskra heimila. Hvaðan halda menn að fjármunirnir hafi komið sem gerðu bönkunum fært að bjóða upp á 100% húsnæðislán; upp á neyslulán sem gerðu íslensk heimili að skuldugustu heimilum; upp á lán í erlendum gjaldeyri, sem íslensk heimili nýttu sér óspart á þenslutímunum? Þeir komu frá erlendum sparifjáreigendum, sem íslensku bankarnir tóku að láni til þess að framlána íslenskum fyrirtækjum, íslenskum útrásarvíkingum, íslenskum stjórnendum bankanna – og íslenskum almenningi. Og svo halda menn, að orðspor Íslendinga í útlöndum sé óskaddað! Í lýðræðisríkjum velur fólk stjórnvöld í almennum kosningum. Stjórnvöld eru ekki valin til þess að stunda rifrildi í sölum Alþingis – heldur til þess m.a. að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á erlendum vettvangi. Þjóðin hefur gefið stjórnvöldum slíkt umboð með atkvæðum sínum. Þannig eru leikreglurnar í samskiptum þjóða. Mörgum sinnum hafa rétt kjörin íslensk stjórnvöld lýst vilja þjóðarinnar til þess að ljúka deilumáli með samningum. Á grundvelli slíkra yfirlýsinga frá ríkisstjórnum Íslands, Alþingi og Seðlabanka hafa vinaþjóðir og AGS fallist á að lána íslensku þjóðinni stórfé til þess að hún geti komist út úr hörmungunum þegar enginn annar vildi ljá okkur lið. Þrívegis hafa svo íslensk stjórnvöld með umboð þjóðarinnar samið við erlendar ríkisstjórnir um lausn mála. Tvívegis hefur Alþingi staðfest slíkan samning. Samt er ætlun margra að reka allt þetta aftur til baka. Hvorki rétt kjörin ríkisstjórn né rétt kjörið Alþingi tali fyrir hönd þjóðarinnar. Hver á þá að gera það? Hver verður til þess fáanlegur? Sá verður nú ekki merkilegur pappír að mínu mati. Verður aldrei hægt að treysta íslenskum stjórnvöldum? Verður ávallt hægt að hlaupa frá öllum samningum og yfirlýsingum sem þau gefa? Er nokkurt slíkt þjóðríki til í víðri veröld – eða ætla Íslendingar að gerast brautryðjendur um slíka stjórnhætti ofan á allt það, sem á undan er gengið? Sú þjóð, sem getið hefur sér sér orð fyrir sviksemi gagnvart erlendum lánveitendum, ætlar hún þá líka að geta sér orð fyrir sviksemi gagnvart nágranna- og vinaþjóðum?
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun