Hvernig ætlar ungt fólk að kjósa 9. apríl? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 8. apríl 2011 06:00 Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Sjá meira
Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar