Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi Vilhjálms og Kate 9. apríl 2011 13:30 Það er ekkert venjulegt við brúðkaup Vilhjálms prins og Kate Middleton en því mun meðal annars bregða fyrir í ensku sápuóperunni Eastenders. Persónurnar munu þannig halda upp á brúðkaupið upp á breskan máta í sjónvarpsþættinum sjálfum. Þá hefur Channel 5 fest kaup á leikinni mynd um samband Vilhjálms og Kate sem verður sýnd í aðdraganda brúðkaupsins. Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unnustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Breska þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir því að Kate Middleton verði hennar næsta prinsessa þegar hún gengur að eiga Vilhjálm prins. Parið hefur verið sundur og saman undanfarin ár en nú er komið að stóru stundinni. Búist er við því að 600 þúsund ferðamenn leggi leið sína til Lundúna til þess eins að fylgjast með athöfninni og öllu húllumhæinu. Athöfnin og brúðkaupið verða í beinni útsendingu á RÚV og þau Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan munu lýsa því sem fyrir augu ber. Athöfnin stendur frá tíu að morgni föstudagsins 29. apríl til korter yfir tólf. Eftir að hafa verið gefin saman er hinum nýgiftu ekið í opnum vagni að Buckingham-höll, þar sem Vilhjálmur og Kate munu veifa til þjóðar sinnar. Til að koma í veg fyrir tafir hefur gestum brúðkaupsins verið ráðlagt að mæta tveimur og hálfum tíma fyrir athöfnina sjálfa. Tvö þúsund gestir eru á fyrsta gestalistanum og þar má sjá nöfn á borð við Kanye West, David Beckham, Elton John og aðrar slíkar stórstjörnur. Athygli vekur að fáum þjóðhöfðingjum er boðið, Barack Obama fékk ekki boðskort né Frakklandsforsetinn Sarkozy eða Ólafur Ragnar Grímsson. Tvö þúsund manna listinn verður síðan skorinn niður í 600 sem verður boðið í hressingu hjá Elísabetu drottningu. Aðalveislan er síðan kvöldverður í boði Karls Bretaprins en þangað fá aðeins 300 gestir boðskort. Ekkert hefur verið gefið út hvað verður á matseðlinum en fjölmiðlar gera því skóna að matseðillinn verði mjög breskur. Þá er jafnframt búist við því að brúðkaupið sjálft eigi eftir að vera vítamínsprauta í annars krepptan efnahag Bretlands og hafa tölur eins og þrír milljarðar punda verið nefndar í því samhengi. Varningur tengdur brúðkaupinu eigi eftir að rjúka út, áfengisneysla verði umtalsverð og fólk eigi eftir að gera vel við sig í mat. Búið er að setja Kate Middleton-dúkku á markað sem sérfræðingar spá að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda og ekki má heldur gleyma því að sannur konungsvinur gæti keypt æskuheimili prinsessunnar sem er nú til sölu. Bretar hafa ekki upplifað jafn spennandi tíma í konunglegum ástamálum síðan Karl Bretaprins giftist Díönu Spencer fyrir næstum þrjátíu árum en það var kallað „brúðkaup aldarinnar" í bresku pressunni. Það markaði reyndar upphaf ákaflega dökkra tíma í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þar sem söguþráðurinn minnti á sápuóperu frá Ameríku. Því kemur það kannski engum á óvart að forsvarsmenn ensku biskupakirkjunnar skuli nú biðja fyrir því að Vilhjálmur og Kate Middleton verði hvort öðru trú í hjónabandinu og standi við þann samning sem þau gera frammi fyrir Guði og mönnum í Westminster Abbey. Breska blaðið Telegraph fjallar um bænina á vefsíðu sinni og rifjar upp sögu svika í Buckingham seint á síðustu öld. Þannig viðurkenndi Karl Bretaprins í sjónvarpsviðtali að hann hefði haldið framhjá Díönu með núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Díana launaði honum lambið gráa og upplýsti í öðru sjónvarpsviðtali að hún hefði alltaf elskað og dáð liðsforingjann James Hewitt. Elísabetu Bretadrottningu svelgdist síðan á morgunkaffinu skömmu seinna þegar hún sá myndir af tengdadóttur sinni, Söruh Ferguson, og ástmanni hennar, John Bryan, láta vel að hvort öðru á snekkju. Sarah var þá enn gift Andrési prins. Breska þjóðin virðist hins vegar trúa því að með þessu hjónabandi ljúki hrakfallasögu ástarinnar innan bresku krúnunnar. Og þeir forðast allar hástemmdar nafngiftir eins og brúðkaup aldarinnar. Allt kapp er lagt á að gera brúðkaupið sem glæsilegast úr garði og fjölmiðlum er gert að sýna bæði Kate og fjölskyldu hennar tilhlýðilega virðingu, enginn vill láta prinsessuna ungu upplifa Díönu-martröðina. Í gær kvartaði fjölskylda Middleton meðal annars undan áreitni frá ljósmyndurum en þeir höfðu þá setið um móður Kate þar sem hún var að versla. freyrgigja@frettabladid.is William & Kate Kóngafólk Bretland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira
Bretar bíða spenntir eftir brúðkaupi ársins hinn 29. apríl þegar Vilhjálmur prins gengur að eiga unnustu sína, Kate Middleton. Enska biskupakirkjan biður fyrir því að hjónin verði hvort öðru trú. Breska þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir því að Kate Middleton verði hennar næsta prinsessa þegar hún gengur að eiga Vilhjálm prins. Parið hefur verið sundur og saman undanfarin ár en nú er komið að stóru stundinni. Búist er við því að 600 þúsund ferðamenn leggi leið sína til Lundúna til þess eins að fylgjast með athöfninni og öllu húllumhæinu. Athöfnin og brúðkaupið verða í beinni útsendingu á RÚV og þau Bogi Ágústsson og Elísabet Brekkan munu lýsa því sem fyrir augu ber. Athöfnin stendur frá tíu að morgni föstudagsins 29. apríl til korter yfir tólf. Eftir að hafa verið gefin saman er hinum nýgiftu ekið í opnum vagni að Buckingham-höll, þar sem Vilhjálmur og Kate munu veifa til þjóðar sinnar. Til að koma í veg fyrir tafir hefur gestum brúðkaupsins verið ráðlagt að mæta tveimur og hálfum tíma fyrir athöfnina sjálfa. Tvö þúsund gestir eru á fyrsta gestalistanum og þar má sjá nöfn á borð við Kanye West, David Beckham, Elton John og aðrar slíkar stórstjörnur. Athygli vekur að fáum þjóðhöfðingjum er boðið, Barack Obama fékk ekki boðskort né Frakklandsforsetinn Sarkozy eða Ólafur Ragnar Grímsson. Tvö þúsund manna listinn verður síðan skorinn niður í 600 sem verður boðið í hressingu hjá Elísabetu drottningu. Aðalveislan er síðan kvöldverður í boði Karls Bretaprins en þangað fá aðeins 300 gestir boðskort. Ekkert hefur verið gefið út hvað verður á matseðlinum en fjölmiðlar gera því skóna að matseðillinn verði mjög breskur. Þá er jafnframt búist við því að brúðkaupið sjálft eigi eftir að vera vítamínsprauta í annars krepptan efnahag Bretlands og hafa tölur eins og þrír milljarðar punda verið nefndar í því samhengi. Varningur tengdur brúðkaupinu eigi eftir að rjúka út, áfengisneysla verði umtalsverð og fólk eigi eftir að gera vel við sig í mat. Búið er að setja Kate Middleton-dúkku á markað sem sérfræðingar spá að eigi eftir að njóta mikilla vinsælda og ekki má heldur gleyma því að sannur konungsvinur gæti keypt æskuheimili prinsessunnar sem er nú til sölu. Bretar hafa ekki upplifað jafn spennandi tíma í konunglegum ástamálum síðan Karl Bretaprins giftist Díönu Spencer fyrir næstum þrjátíu árum en það var kallað „brúðkaup aldarinnar" í bresku pressunni. Það markaði reyndar upphaf ákaflega dökkra tíma í sögu bresku konungsfjölskyldunnar þar sem söguþráðurinn minnti á sápuóperu frá Ameríku. Því kemur það kannski engum á óvart að forsvarsmenn ensku biskupakirkjunnar skuli nú biðja fyrir því að Vilhjálmur og Kate Middleton verði hvort öðru trú í hjónabandinu og standi við þann samning sem þau gera frammi fyrir Guði og mönnum í Westminster Abbey. Breska blaðið Telegraph fjallar um bænina á vefsíðu sinni og rifjar upp sögu svika í Buckingham seint á síðustu öld. Þannig viðurkenndi Karl Bretaprins í sjónvarpsviðtali að hann hefði haldið framhjá Díönu með núverandi eiginkonu sinni, Camillu Parker Bowles. Díana launaði honum lambið gráa og upplýsti í öðru sjónvarpsviðtali að hún hefði alltaf elskað og dáð liðsforingjann James Hewitt. Elísabetu Bretadrottningu svelgdist síðan á morgunkaffinu skömmu seinna þegar hún sá myndir af tengdadóttur sinni, Söruh Ferguson, og ástmanni hennar, John Bryan, láta vel að hvort öðru á snekkju. Sarah var þá enn gift Andrési prins. Breska þjóðin virðist hins vegar trúa því að með þessu hjónabandi ljúki hrakfallasögu ástarinnar innan bresku krúnunnar. Og þeir forðast allar hástemmdar nafngiftir eins og brúðkaup aldarinnar. Allt kapp er lagt á að gera brúðkaupið sem glæsilegast úr garði og fjölmiðlum er gert að sýna bæði Kate og fjölskyldu hennar tilhlýðilega virðingu, enginn vill láta prinsessuna ungu upplifa Díönu-martröðina. Í gær kvartaði fjölskylda Middleton meðal annars undan áreitni frá ljósmyndurum en þeir höfðu þá setið um móður Kate þar sem hún var að versla. freyrgigja@frettabladid.is
William & Kate Kóngafólk Bretland Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Sjá meira