Mögulegt að vextir fáist úr þrotabúinu 14. apríl 2011 00:01 Landsbankinn Kröfur Tryggingasjóðs innstæðueigenda og fjármagnseigenda í þrotabú Landsbankans eru forgangskröfur.Fréttablaðið/Rósa Fréttaskýring Hvernig verður vaxtagreiðslum vegna Icesave háttað, tapi Ísland málaferlum? Nýlegar fréttir af því að til standi að selja verðmætustu eign þrotabús Landsbankans, bresku verslanakeðjuna Iceland Foods, ýta undir vonir um að heimtur úr þrotabúinu dugi til að greiða kröfur vegna Icesave. Eins og fram hefur komið gera Bretar og Hollendingar kröfu um að fá endurgreiddan kostnað við að greiða breskum og hollenskum innstæðueigendum á Icesave-reikningunum fé sem þeir töpuðu á falli Landsbankans. Nú þegar margt bendir til að Iceland Foods seljist á hærra verði en skilanefnd Landsbankans metur eignina í sínu eignasafni aukast líkur á því að þrotabúið standi undir kröfum Breta og Hollendinga. Það þýðir þó ekki að vextir fáist greiddir úr þrotabúinu. Bretar og Hollendingar líta svo á að þeir hafi lánað íslenskum stjórnvöldum þegar þeir bættu innstæðueigendum tap sitt vegna falls Landsbankans, og þar með að þeim beri að fá greidda vexti. Vaxtakröfur eru ekki forgangskröfur í þrotabúið, og því afar ólíklegt að búið standi undir því að greiða þær. Í samningum sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðastliðinn laugardag höfðu þjóðirnar þrjár samið um að íslensk stjórnvöld greiddu afar lága vexti af þessari skuld. Vextirnir áttu að vera 3,3 prósent af skuldinni við Bretland en 3 prósent af skuld Íslands við Holland. Í fyrri Icesave-samningi, sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, var samið um 5,5 prósenta vexti. Írland, Portúgal og Grikkland greiða enn hærri vexti af lánum sem ríkin hafa fengið frá öðrum Evrópuríkjum vegna efnahagserfiðleika. Lárus Blöndal, sem sat í samninganefnd Íslands vegna Icesave, segir að enn sé til staðar möguleiki á að engir vaxtakostnaður falli á íslenska ríkið þó að ríkið verði dæmt til að greiða Bretum og Hollendingum bætur með vöxtum. Hann bendir á spá Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank, um allt að 25 prósenta styrkingu íslensku krónunnar á næstu þremur árum. „Ef gengið styrkist lyftist þakið á því sem fæst úr þrotabúinu," segir Lárus. Styrkist krónan fái Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjármagnseigenda fleiri krónur úr þrotabúinu en ella, sem geti dugað til að greiða vexti. Þetta er þó óvissu háð. Alls óvíst er að Bretar og Hollendingar sætti sig við jafn lága vexti og náðust í samningaviðræðunum. Stjórnvöld í ríkjunum tveimur hafa raunar lýst því yfir að þau myndu krefjast hærri vaxta yrði samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef vextirnir verða jafn háir og í fyrri samningum [5,5 prósent] er mjög ólíklegt að við getum fengið upp í alla vextina," segir Lárus. brjann@frettabladid.is Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fréttaskýring Hvernig verður vaxtagreiðslum vegna Icesave háttað, tapi Ísland málaferlum? Nýlegar fréttir af því að til standi að selja verðmætustu eign þrotabús Landsbankans, bresku verslanakeðjuna Iceland Foods, ýta undir vonir um að heimtur úr þrotabúinu dugi til að greiða kröfur vegna Icesave. Eins og fram hefur komið gera Bretar og Hollendingar kröfu um að fá endurgreiddan kostnað við að greiða breskum og hollenskum innstæðueigendum á Icesave-reikningunum fé sem þeir töpuðu á falli Landsbankans. Nú þegar margt bendir til að Iceland Foods seljist á hærra verði en skilanefnd Landsbankans metur eignina í sínu eignasafni aukast líkur á því að þrotabúið standi undir kröfum Breta og Hollendinga. Það þýðir þó ekki að vextir fáist greiddir úr þrotabúinu. Bretar og Hollendingar líta svo á að þeir hafi lánað íslenskum stjórnvöldum þegar þeir bættu innstæðueigendum tap sitt vegna falls Landsbankans, og þar með að þeim beri að fá greidda vexti. Vaxtakröfur eru ekki forgangskröfur í þrotabúið, og því afar ólíklegt að búið standi undir því að greiða þær. Í samningum sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslunni síðastliðinn laugardag höfðu þjóðirnar þrjár samið um að íslensk stjórnvöld greiddu afar lága vexti af þessari skuld. Vextirnir áttu að vera 3,3 prósent af skuldinni við Bretland en 3 prósent af skuld Íslands við Holland. Í fyrri Icesave-samningi, sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslu í fyrra, var samið um 5,5 prósenta vexti. Írland, Portúgal og Grikkland greiða enn hærri vexti af lánum sem ríkin hafa fengið frá öðrum Evrópuríkjum vegna efnahagserfiðleika. Lárus Blöndal, sem sat í samninganefnd Íslands vegna Icesave, segir að enn sé til staðar möguleiki á að engir vaxtakostnaður falli á íslenska ríkið þó að ríkið verði dæmt til að greiða Bretum og Hollendingum bætur með vöxtum. Hann bendir á spá Lars Christiansen, forstöðumanns greiningardeildar Danske Bank, um allt að 25 prósenta styrkingu íslensku krónunnar á næstu þremur árum. „Ef gengið styrkist lyftist þakið á því sem fæst úr þrotabúinu," segir Lárus. Styrkist krónan fái Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjármagnseigenda fleiri krónur úr þrotabúinu en ella, sem geti dugað til að greiða vexti. Þetta er þó óvissu háð. Alls óvíst er að Bretar og Hollendingar sætti sig við jafn lága vexti og náðust í samningaviðræðunum. Stjórnvöld í ríkjunum tveimur hafa raunar lýst því yfir að þau myndu krefjast hærri vaxta yrði samningurinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. „Ef vextirnir verða jafn háir og í fyrri samningum [5,5 prósent] er mjög ólíklegt að við getum fengið upp í alla vextina," segir Lárus. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira