Er þetta eitthvað nýtt? Sighvatur Björgvinsson skrifar 19. maí 2011 10:00 Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Gleðilegt 2007! Reynir Böðvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Sú var tíðin – og ekki svo ýkjalangt síðan – að á Íslandi þótti glataður hver geymdur eyrir. Um að gera var að koma því strax í lóg, ef eitthvað stóð eftir af vikukaupinu. Þá var um að gera að kaupa steypu, kaupa vöru – kaupa eitthvað. Kaupa strax því annars varð „aurinn“ að engu. Engum kom til hugar að leggja sinn eyri í sparnað. Á innlánsreikningum varð eyrir ekkjunnar að engu. Lambsverð, sem amma gaf í skírnargjöf, dugði barninu fyrir tveimur kótelettum um fermingu. Ævisparnaður gamla fólksins varð þar verðlaus. Hver vill spara eyrinn í slíku ástandi? Ekki nokkur maður – ótilneyddur. Því varð að neyða fólkið svo eitthvert fé yrði til svo hægt væri að lána þeim, sem lána þyrfti. Ef enginn sparnaður verður til verður nefnilega ekkert fé til að lána. Því voru sett lög um skyldusparnað ungs fólks. Ákveðinn hluti aflafjár þess var tekinn með valdi og afhentur bönkunum. Þá urðu til svokölluð „skyldusparnaðarhjónabönd“ – gervihjónabönd - því unga fólkið gat fengið sparifé sitt útborgað við giftingu. Skyldugreiðslur voru þá sem nú í lífeyrissjóði. Þá peninga fengu bankarnir til þess að lána. Munurinn þá og nú var aðeins sá, að þá brunnu fjármunir lífeyrissjóðanna upp á neikvæðum vöxtum í bönkunum. Lífeyrissjóðskerfi landsmanna stefndi í hrun. Þegar enginn vill spara nema þvingaður sé til þess með lögum verður að sjálfsögðu skortur á lánsfé. Þannig var það líka – fyrir ekki svo ýkjalöngu síðan á Íslandi. Þá voru forréttindi að fá lán. Slíkra forréttinda nutu tiltekin fyrirtæki í náðinni ásamt þeim einstaklingum, sem nutu velvildar ráðamanna. Þá var blómatími fyrirgreiðslustjórnmálamannanna. Þá var nefnilega lán að fá lán. Það kölluðu menn að „fá fyrirgreiðslu“. Því lán þurfti aldrei að borga til baka – nema að hluta til. Þegar best lét gátu lánsmenn „grætt“ tugi prósenta á einu einasta ári á láninu. Slíkt gerðist þá á kostnað unga fólksins með skyldusparnaðinn, gamla fólksins, sem lagt hafði til hliðar til elliáranna – og unglingsins hvers lambsverð við skírn dugði fyrir tveimur kótelettum við fermingu. Okkur jafnaðarmönnum þótti þetta vera hróplegt óréttlæti. Fyrir okkar tilverknað og fyrir forystu Ólafs Jóhannessonar, þá forsætisráðherra, var þessu misrétti útrýmt. Þá varð óhætt að geyma eyrinn. Þá varð til sparnaður á Íslandi. Þá gátu bankarnir farið að lána öðrum en fáeinum útvöldum – en misstu sig í útlánunum eins og stór hluti þjóðarinnar þá missti sig í skuldsetningu. Ekki hafði tekist að breyta því hugarfari að það væri lán að fá lán. En nú vilja menn víst hefja það viðhorf aftur til vegs og virðingar. Endurreisa „forna frægð“ (sic!) Er þetta virkilega hið nýja Ísland, sem alltaf er verið að tala um? Gjaldeyrishöft, neikvæð ávöxtun sparifjár, lánsfjárþurrð og gróf mismunun. Vilja Íslendingar virkilega fá fyrirgreiðslustjórnmálamennina aftur? Endurlifa þá tíð þegar glataður var hver geymdur eyrir? Er það eitthvað nýtt? Eitthvað eftirsóknarvert? Eitthvað, sem jafnaðarmenn vilja berjast fyrir?
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar