Gosórói í sauðkindum fyrir Grímsvatnagosið 23. maí 2011 06:00 Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira
„Þetta sauðfé er með ólíkindum harðgert og búið að standa af sér margan hvellinn,“ sagði Hannes Jónsson, bóndi á Hvoli í Fljótshverfi, er hann kom inn síðdegis í gær eftir að hafa vitjað kinda sinna þegar loksins rofaði til í öskufallinu frá Grímsvötnum. Guðný Marta Óskarsdóttir, eiginkona Hannesar, sagði hið gegndarlausa öskufall hafa komið þeim í opna skjöldu. Sauðburður sé langt kominn á Hvoli og mest allt fé hafi verið úti við. Hjónin hafi óttast að talsvert af skepnunum hefði drepist. Þegar ósköpunum linnti fannst þó ekkert dautt fé. Þvert á móti. „Þegar við komum út voru tvær ær bornar þrílembdar og tvær tvílembdar,“ sagði Hannes sem kvað með ólíkindum hversu vel kindurnar hefðu staðið áhlaupið af sér. Lárus Helgason á Kálfafelli sagði svipaða sögu og Hannes. Útlitið hafi verið býsna svart en þegar að hafi verið gáð hafi ekkert fé reynst dautt. „Það virðist standa þetta ótrúlega vel af sér, meira að segja nýborin lömb. Manni stórlétti að sjá hvernig það spjaraði sig,“ sagði Lárus. Guðný á Hvoli sagði að í gærmorgun hafi allt verið „kolbikasvart“ en að ekki hafi þó væst um heimilisfólkið. Átján erlendir ferðamenn af ýmsu þjóðerni hafi verið í næturgistingu í sérstöku húsi rúma eitt hundrað metra frá íbúðarhúsinu. Þeir hafi ýmist verið á leið lengra austur á land eða í vesturátt til höfuðborgarsvæðisins. Hannes fór í gegn um biksvartan öskusortann til að huga að gestunum sem ekkert reyndist ama að. „Ég fór nú þarna á milli aðallega eftir minni,“ sagði hann. Hannes sagði fé sitt hafa verið mjög órólegt síðustu þrjá dagana fyrir gosið, sérstaklega á sjálfan gosdaginn. „Þær voru eirðarlausar og æddu um allt. Rolla sem var að bera kláraði það ekki fyrr en á fjórða staðnum. Þær voru allar á iði og fundu eitthvað á sér. Þær eru séðar,“ sagði Hannes. Viðmælendur í Fljótshverfi voru sammála um að öskulagið eftir hrinuna í gær hafi verið á bilinu einn og hálfur til tveir og hálfur sentimetrar. „Þótt þetta hafi sloppið til núna ætla ég rétt að vona að fáum ekki meira af slíkri ofankomu,“ sagði Hannes. Nú bíður stórhreingerning heimilisfólksins á Hvoli enda reyndist ómögulegt að halda öskunni úti. „Þetta smýgur inn um allt,“ sagði Guðný á Hvoli. gar@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Sjá meira