Landsdómur Magnús Orri Schram skrifar 14. júní 2011 00:01 Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Hafinn er málflutningur í máli fyrrverandi forsætisráðherra fyrir landsdómi. Forsaga þessa máls nær aftur til haustsins 2008 er Geir H. Haarde og aðrir fulltrúar þingflokka á Alþingi ákváðu að skipa rannsóknarnefnd Alþingis en skýrslu hennar var ætlað að liggja til grundvallar ályktun þingsins um hvort ráðherrar hefðu brotið lög um ráðherraábyrgð í aðdraganda hrunsins. Þannig var í árdaga málsins lagt af stað eftir leiðsögn fyrrverandi forsætisráðherra án þess að lagðar væru til breytingar á lögum um ráðherraábyrgð eða landsdóm. Vorið 2010 ákvað Alþingi að skipa nefnd þingmanna til að móta afstöðu þingsins til skýrslunnar og taka ákvörðun um hvort vísa ætti málum einstakra ráðherra til landsdóms vegna hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Þannig skipaði Alþingi okkur þingmennina til verka eftir vinnulagi og við lagaumgjörð sem það hafði sjálft ákveðið. Sérstaklega var leitað eftir því að skipa þingmenn sem ekki höfðu starfað á Alþingi þegar hrunið átti sér stað enda talið mikilvægt að gæta að fjarlægð þingmanna frá viðfangsefninu. Sjö af níu nefndarmönnum töldu að málum þriggja eða fjögurra ráðherra ætti að vísa til landsdóms. Það var svo Alþingi sem ákvað hins vegar að einungis væri ástæða til að senda mál eins ráðherra til landsdóms, þ.e. mál fyrrverandi forsætisráðherra. Málsvörn ráðherrans byggir mikið á að persónugera stöðu hans. Við vinnu þingmannanefndar var hins vegar fagleg og málefnaleg nálgun í fyrirrúmi en verkefnið ekki persónugert. Þannig tók ég t.d. ekki afstöðu til mannsins eða KR-ingsins Geirs H. Haarde við umfjöllun málsins, heldur tók ég afstöðu til þeirra upplýsinga sem komu fram í viðamikilli skýrslu RNA um embættisfærslur viðkomandi ráðherra. Því er manni spurn – hvers vegna eru lög um ráðherraábyrgð ef ekki á að koma til kasta þeirra ef grunur vaknar um embættisglöp? Getur aldrei komið til þess að ráðherrar geti átt að bera ábyrgð? Að mínu mati voru til staðar nægar málsástæður til að vísa ætti málum viðkomandi og fleiri til landsdóms þar sem meðal annarra, okkar vísustu lögspekingar, gætu ákvarðað hvort fyrrverandi forsætisráðherra hefði brotið lög um ráðherraábyrgð eða ekki. Ég taldi þannig að nægar upplýsingar væru fyrir hendi til þess að vísa málinu áfram til landsdóms. Með því er ekki sagt fyrir um sekt eða sakleysi, enda er það landsdóms að komast að efnislegri niðurstöðu og ber ég fullt traust til þess að þar njóti Geir sanngjarnrar og réttlátrar málsmeðferðar og að málinu ljúki með efnislega réttri niðurstöðu.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar