Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB 21. júní 2011 03:00 Jean-Claude Trichet og Olli Rehn Seðlabankastjóri Evrópu og peningamálastjóri Evrópusambandsins á fundinum í Lúxemborg í gær.fréttablaðið/AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambandsins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portúgal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðsins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefnist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þangað til nýtt Fjármálastöðugleikakerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrjun næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu samkvæmt áætlun ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhaldsaðgerða áður en framhald verður á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 milljörðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta staðið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópusambandsins. „Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokkurra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira