Breskir bankamenn óttast tillögurnar 23. júní 2011 05:00 Ana Patricia Botín er eina konan sem stýrir breskum banka Foreldrar hennar eru valdamiklir í spænskum fjármála- og listageira. Fréttablaðið/AFPw Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) er sögð íhuga að innleiða kynjakvóta í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja. Breska dagblaðið The Guardian segir 130 blaðsíðna drög frá Michel Barnier, yfirmanni innri markaðsmála hjá ESB, hafa gengið manna á milli innan breska fjármálageirans. Þar sé lagt til að þriðjungur stjórnarmanna verði konur. Barnier segir í samtali við blaðið að kynjakvótar gætu komið í veg fyrir hjarðhegðun í stjórnum banka og fjármálafyrirtækja sem hafi leitt til fjármálakreppunnar. Guardian segir kynjakvótana geta valdið titringi innan evrópsks fjármálageira enda fáir bankar sem uppfylli skilyrðin sem lögð eru til í drögunum. Í Bretlandi eru flestar konur í stjórn HSBC, eða fjórðungur stjórnarmanna. Ein kona er bankastjóri í Bretlandi. Það er Ana Patricia Botín, bankastjóri Santander. Hún var áður stjórnarformaður Banco Español de Crédito á Spáni. Faðir hennar er spænski milljarðamæringurinn Emilio Botín, stjórnarformaður Santander-bankasamstæðunnar. Nokkrar konur eru í æðstu stöðum í fjármálafyrirtækjum hér. Birna Einarsdóttir er bankastjóri Íslandsbanka, og Hanna Björk Ragnarsdóttir bankastjóri Sparibankans, en verið er að koma honum á laggirnar. Þá er Elín Jónsdóttir forstjóri Bankasýslu ríkisins, sem fer með hlut ríkisins í yfirteknum bönkum og sparisjóðum. Þar að auki er Kristín Pétursdóttir forstjóri Auðar Capital. Halla Tómasdóttir er stjórnarformaður fyrirtækisins. Til viðbótar eru sjö af átján stjórnarmönnum stóru bankanna þriggja konur. Hæst er hlutfallið í stjórn Landsbankans, þrjár af fimm stjórnarmönnum. Þá er Monica Caneman stjórnarformaður Arion Banka og Guðrún Johnsen varaformaður stjórnar. Fæstar konur eru í stjórn Íslandsbanka, eða tvær af sjö stjórnarmönnum.- jab
Mest lesið „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð króna Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira