Olíuborpallurinn Leifur Eiríksson er smíðaður til að athafna sig við mjög erfið skilyrði. Hann getur þannig borað eftir olíu þar sem hafsdýpi er allt að 2.300 metrar, og við miklar frosthörkur.
Eins og fram kemur í frétt hér á visir.is er Leifur annar af tveimur olíuborpöllum sem Cairn Energy ætlar að nota til að bora fjórar holur eftir olíu úti fyrir ströndum Grænlands.
Áhöfn er tryggður góður vinnuhiti á bordekki þótt frost fari niður í -20 gráður.
Gistiklefar eru fyrir 120 manns um borð, og einnig sérstök sjúkrastofa. Á honum er þyrlulendingarpallur og fjórir björgunarbátar, sem taka 70 manns hver, eða alls 280 manns. Einnig aðrir 8 björgunarbátar sem má skjóta frá pallinum með pláss fyrir 240 manns.
Borinn siglir fyrir eigin vélarafli og nær 6-7 hnúta hraða.