Evrópski seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 0,25 prósentustig í gær og fara vextir við það í 1,5 prósent. Þetta er önnur vaxtahækkun seðlabankans síðan í apríl.
Hækkunin er í takt við væntingar greiningaraðila upp á síðkastið enda hefur verðbólga og peningamagn í umferð aukist á evrusvæðinu.
Ráðgjafafyrirtækið IFS Greining segir vaxtahækkunina ekki koma á besta tíma, efnahagsbati í Evrópu sé á mjög viðkvæmu stigi og megi ekki við miklum áföllum. Þá geti hækkunin komið Evrópuríkjum í skuldavanda illa ef vaxtastig hækkar.
- jab
