Um frelsi og gæði ákvarðana Ögmundur Jónasson skrifar 18. ágúst 2011 08:30 Þröstur Ólafsson birtir þriðjudaginn 9. ágúst aðra grein sína á skömmum tíma í Fréttablaðinu þar sem undirritaður kemur nokkuð við sögu. Síðari greinin heitir Ögmundur á ystu nöf. Þessi titill hefur tvíræða merkingu, sennilega að yfirveguðu ráði höfundar. Annars vegar má skilja að téður einstaklingur sé kominn á ystu nöf í málflutningi sínum og hins vegar að hann sé fulltrúi sjónarmiða sem heyri til útkanti stjórnmálaumræðunnar: „ysta vinstrisins“ eins og það heitir í orðabók Þrastar Ólafssonar. Þetta er í sjálfu sér verðugt tilefni umræðu, hvað er yst og hvað er innst í stjórnmálum, hvað er útkantur og hvað er miðja og í framhaldinu er stutt í að spurt sé um meðalhóf annars vegar og öfgar hins vegar. Þeir sem vilja kenna sig við hófsemi kappkosta jú að sýna fram á að þeir standi í engu úti á kanti, það geri aðrir. Sjálfir séu þeir fulltrúar hófsemdar og heilbrigðrar skynsemi. Þessi hugsun leiðir hæglega til sjálfumglaðrar fordæmingar á þeim sem ekki eru tilbúnir að fylgja straumnum í skoðunum sínum. Áhugaverðar vangavelturSitthvað annað tel ég vanhugsað hjá Þresti svo sem staðhæfingar hans um að „ysta vinstrið“ og frjálshyggjumenn komist að sömu niðurstöðu um samspil einstaklings og samfélags þótt þeir leggi upp með mismunandi forsendur. Þetta er engu að síður áhugaverð umræða og þá ekki síður vangaveltur Þrastar um lýðræði. Hann segir m.a. og vitnar í sín fyrri skrif: „Í grein minni birti ég efnislega tilvitnun í Ögmund, þar sem hann sagði að það væru ekki ákvarðanirnar sjálfar hjá ESB sem hann setti sig upp á móti, heldur það, að við Íslendingar tækjum ekki þessar ákvarðanir.“ Nú er það ekki alveg rétt hjá Þresti að ég hafi ekki gagnrýnt ákvarðanir um stefnumörkun á vettvangi ESB. Því það hef ég gert. Og það er líka rangt hjá honum að ESB hafi „enga efnahagsstefnu“ eins og hann fullyrðir. ESB-reglur um póst og síma og skipan raforkumála; hvað leyfilegt er í landbúnaði og sjávarútvegi eða í húsnæðismálum svo dæmi séu tekin, eru að sjálfsögðu hluti af efnahagsstefnu. Aðferð eða niðurstaða?Hitt er svo rétt hjá Þresti að ég tel lýðræði ofar öllu snúast um aðferð en ekki niðurstöðu. Lýðræði fjallar einmitt um það hvernig ákvarðanir eru teknar og hver tekur þær. Lýðræðissinnar færa ekki rök fyrir máli sínu með því að vitna í tíu bestu ákvarðanir í heimi til að sanna að lýðræði sé besta aðferðin. Alls ekki. En Þröstur snertir þarna grundvallaratriði í stjórnmálaumræðunni, togstreituna á milli þeirra sem horfa á rétt einstaklinganna til ákvarðanatöku um eigið líf og samfélag og svo hinna sem nálgast málið með hliðsjón af útkomu: Gæðum ákvarðana. Lengi hefur það sem kalla má gæðahyggja verið sterkur undirtónn í okkar samevrópsku stjórnmálahefð. Verkaskipting Platós í Ríkinu, áhersla upplýsingarinnar og margra byltingarmanna í frönsku stjórnarbyltingunni, svo tiplað sé á kunnum dæmum úr stjórnmálasögunni, hníga öll í sömu átt: Að finna fólkið og fyrirkomulagið sem tryggir bestu mögulega útkomu. Frakkar hafa gengið einna lengst í þessa átt með áherslu á menntun stjórnandans: Sá einn sem lærði til stjórnunar í opinberri stjórnsýslu væri fær um að sinna því verki. Gæðahyggjan átti að tryggja að hæfasta fólkið yrði ávallt ráðið í öll störf. Það eitt og sér myndi tryggja aukin gæði í stjórn samfélagsins, réttlátari skiptingu auðsins (hæfasta fólkið fengi einatt hæst launuðu störfin) og gæði ákvarðana yrði stöðugt meiri. Þetta myndi einnig tryggja aukinn félagslegan hreyfanleika og nýtt réttlæti tæki völdin: Réttlæti gæðanna. Þannig yrðu þeir sem fengju mesta efnislega umbun hennar verðugir og hinir sem neðstir væru efnalega nytu einnig blessunar réttlætisgyðjunnar. Allir væru þar sem þeir ættu skilið að vera í hinni rökföstu veröld gæðahyggjunnar. Þetta hefur leitt það af sér í hugum gæðahyggjumanna á félagshyggjuvæng stjórnmálanna að áherslan hefur verið á jöfnun tækifæranna og þar með jafnræði í stað jöfnuðar eins og sósíalistar og sósíaldemókratar fyrri tíðar lögðu margir áherslu á. Sömu sögu er síðan að segja um viðfangsefni lýðræðisins, og þá einkum hvað hinn almenni kjósandi megi taka ákvörðun um milliliðalaust og hvenær eigi að fela sérvöldum hópi að taka ákvarðanir fyrir hans hönd. Líkleg útkoma eigi hér að ráða för. Þannig heyrast oft varnaðarorð gegn því að heimila almenna beina kosningu um skatta- og fjármálatengd atriði svo og milliríkjasamninga. Þar kemur fram ótti um að niðurstaðan verði ekki góð eða rétt. Gæðahyggja og frjálshyggjaFrjálshyggjumenn eru margir hallir undir það sama, það er að segja platónska elítustjórn. Þannig er sýn gæðahyggjumanna og frjálshyggjumanna á einstaklinginn iðulega áþekk. Hlutverk gæðahyggjusamfélagsins er að finna „hæfustu einstaklingana“ í öll störf og á alla staði og á sama hátt vilja frjálshyggjumenn auka auðinn í samfélaginu með því að leyfa hinum villtu, frýsandi og gráðugu gæðingum viðskiptalífsins að fá að njóta taumlauss frelsis til að við hin getum notið afganganna af gnægtaborði þeirra. Hlutverk hinna viti bornu stjórnmálamanna sé að skapa umgjörð um þennan veruleika. Mín afstaða til einstaklingsins og til ákvarðanatöku í samfélaginu er sú að öll störf séu mikilvæg og ekkert okkar geti án hins verið og þess vegna skuli misræmi í kjörum vera í lágmarki. Og hvað lýðræðið varðar þá lít ég svo á að opið lýðræðisþjóðfélag verði að byggja á þeim skilningi að hin rétta ákvörðun sé hin lýðræðislega ákvörðun. Hvert og eitt okkar hefur síðan að sjálfsögðu á því skoðun hvort hún hafi verið góð og skynsamleg! Þetta hangir saman við þá afstöðu mína að það sé einmitt aðferðin við ákvarðanatöku en ekki ákvörðunin ein og sér sem skipti sköpum um velferð og framfarir. Dómur reynslunnar er sá að forsjá hinna meintu fullkomnu kerfa og hinna einvalda sérfræðinga hefur ekki skilað okkur þeim gæðum sem að var stefnt. Félagslegur hreyfanleiki hefur víðast hvar minnkað og frelsi athafnamanna hefur leitt til taumlausrar auðsöfnunar en lítið varð eftir handa öðrum nema sápukúlur sem nú springa ein af annarri. Lýðræði er aðferð en ekki niðurstaðaÞað er afar vandasamt og varla gerlegt að leggja hlutlægt mat á gæði ákvörðunar. Þar spila inn í hagsmunir, framtíðarspár, stjórnmálaskoðanir og svo framvegis. Það er hins vegar hægt að leiða rök að því að ákvörðun sem tekin er af stórum hópi fólks, sem lýtur að hagsmunum heildarinnar, sé síður skekkt af sérhagsmunum og njóti þess sem kallað hefur verið viska fjöldans. Lýðræðislegt ákvarðanaferli er þess vegna líklegra til að leiða til vandaðri og betur ígrundaðri niðurstöðu en þröngt ákvörðunarferli gerir og kemur þar margt til, ekki síst opnari umræða. Svo má einnig halda því fram að verkfræðileg gæði ákvörðunar séu ekki aðalatriðið, heldur sú staðreynd að mikilvægustu gæði hverrar ákvörðunar sé að hún skapi sátt. Sátt samfélag er sterkt samfélag en sátt er líklegri til að skapast ef allir hafa átt þess kost að koma beint að ákvarðanatöku. Um það snýst lýðræðið. Þess vegna er hárrétt hjá Þresti að í baráttu fyrir lýðræðisþjóðfélagið þykir mér mikilvægara að horfa til þess hver taki ákvörðun en hver ákvörðunin er. Það er síðan allt annar handleggur hvernig ég og aðrir beitum okkur í baráttu fyrir því að teknar verði þær ákvarðanir sem við –hvert og eitt – teljum vera bestar. Krafa um aukið lýðræði er sem betur fer að komast á dagskrá og þykir mér þakkarvert að Þröstur Ólafsson skuli efna til umræðu um málefnið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Atvinnumál fatlaðra Ína Valsdóttir Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson birtir þriðjudaginn 9. ágúst aðra grein sína á skömmum tíma í Fréttablaðinu þar sem undirritaður kemur nokkuð við sögu. Síðari greinin heitir Ögmundur á ystu nöf. Þessi titill hefur tvíræða merkingu, sennilega að yfirveguðu ráði höfundar. Annars vegar má skilja að téður einstaklingur sé kominn á ystu nöf í málflutningi sínum og hins vegar að hann sé fulltrúi sjónarmiða sem heyri til útkanti stjórnmálaumræðunnar: „ysta vinstrisins“ eins og það heitir í orðabók Þrastar Ólafssonar. Þetta er í sjálfu sér verðugt tilefni umræðu, hvað er yst og hvað er innst í stjórnmálum, hvað er útkantur og hvað er miðja og í framhaldinu er stutt í að spurt sé um meðalhóf annars vegar og öfgar hins vegar. Þeir sem vilja kenna sig við hófsemi kappkosta jú að sýna fram á að þeir standi í engu úti á kanti, það geri aðrir. Sjálfir séu þeir fulltrúar hófsemdar og heilbrigðrar skynsemi. Þessi hugsun leiðir hæglega til sjálfumglaðrar fordæmingar á þeim sem ekki eru tilbúnir að fylgja straumnum í skoðunum sínum. Áhugaverðar vangavelturSitthvað annað tel ég vanhugsað hjá Þresti svo sem staðhæfingar hans um að „ysta vinstrið“ og frjálshyggjumenn komist að sömu niðurstöðu um samspil einstaklings og samfélags þótt þeir leggi upp með mismunandi forsendur. Þetta er engu að síður áhugaverð umræða og þá ekki síður vangaveltur Þrastar um lýðræði. Hann segir m.a. og vitnar í sín fyrri skrif: „Í grein minni birti ég efnislega tilvitnun í Ögmund, þar sem hann sagði að það væru ekki ákvarðanirnar sjálfar hjá ESB sem hann setti sig upp á móti, heldur það, að við Íslendingar tækjum ekki þessar ákvarðanir.“ Nú er það ekki alveg rétt hjá Þresti að ég hafi ekki gagnrýnt ákvarðanir um stefnumörkun á vettvangi ESB. Því það hef ég gert. Og það er líka rangt hjá honum að ESB hafi „enga efnahagsstefnu“ eins og hann fullyrðir. ESB-reglur um póst og síma og skipan raforkumála; hvað leyfilegt er í landbúnaði og sjávarútvegi eða í húsnæðismálum svo dæmi séu tekin, eru að sjálfsögðu hluti af efnahagsstefnu. Aðferð eða niðurstaða?Hitt er svo rétt hjá Þresti að ég tel lýðræði ofar öllu snúast um aðferð en ekki niðurstöðu. Lýðræði fjallar einmitt um það hvernig ákvarðanir eru teknar og hver tekur þær. Lýðræðissinnar færa ekki rök fyrir máli sínu með því að vitna í tíu bestu ákvarðanir í heimi til að sanna að lýðræði sé besta aðferðin. Alls ekki. En Þröstur snertir þarna grundvallaratriði í stjórnmálaumræðunni, togstreituna á milli þeirra sem horfa á rétt einstaklinganna til ákvarðanatöku um eigið líf og samfélag og svo hinna sem nálgast málið með hliðsjón af útkomu: Gæðum ákvarðana. Lengi hefur það sem kalla má gæðahyggja verið sterkur undirtónn í okkar samevrópsku stjórnmálahefð. Verkaskipting Platós í Ríkinu, áhersla upplýsingarinnar og margra byltingarmanna í frönsku stjórnarbyltingunni, svo tiplað sé á kunnum dæmum úr stjórnmálasögunni, hníga öll í sömu átt: Að finna fólkið og fyrirkomulagið sem tryggir bestu mögulega útkomu. Frakkar hafa gengið einna lengst í þessa átt með áherslu á menntun stjórnandans: Sá einn sem lærði til stjórnunar í opinberri stjórnsýslu væri fær um að sinna því verki. Gæðahyggjan átti að tryggja að hæfasta fólkið yrði ávallt ráðið í öll störf. Það eitt og sér myndi tryggja aukin gæði í stjórn samfélagsins, réttlátari skiptingu auðsins (hæfasta fólkið fengi einatt hæst launuðu störfin) og gæði ákvarðana yrði stöðugt meiri. Þetta myndi einnig tryggja aukinn félagslegan hreyfanleika og nýtt réttlæti tæki völdin: Réttlæti gæðanna. Þannig yrðu þeir sem fengju mesta efnislega umbun hennar verðugir og hinir sem neðstir væru efnalega nytu einnig blessunar réttlætisgyðjunnar. Allir væru þar sem þeir ættu skilið að vera í hinni rökföstu veröld gæðahyggjunnar. Þetta hefur leitt það af sér í hugum gæðahyggjumanna á félagshyggjuvæng stjórnmálanna að áherslan hefur verið á jöfnun tækifæranna og þar með jafnræði í stað jöfnuðar eins og sósíalistar og sósíaldemókratar fyrri tíðar lögðu margir áherslu á. Sömu sögu er síðan að segja um viðfangsefni lýðræðisins, og þá einkum hvað hinn almenni kjósandi megi taka ákvörðun um milliliðalaust og hvenær eigi að fela sérvöldum hópi að taka ákvarðanir fyrir hans hönd. Líkleg útkoma eigi hér að ráða för. Þannig heyrast oft varnaðarorð gegn því að heimila almenna beina kosningu um skatta- og fjármálatengd atriði svo og milliríkjasamninga. Þar kemur fram ótti um að niðurstaðan verði ekki góð eða rétt. Gæðahyggja og frjálshyggjaFrjálshyggjumenn eru margir hallir undir það sama, það er að segja platónska elítustjórn. Þannig er sýn gæðahyggjumanna og frjálshyggjumanna á einstaklinginn iðulega áþekk. Hlutverk gæðahyggjusamfélagsins er að finna „hæfustu einstaklingana“ í öll störf og á alla staði og á sama hátt vilja frjálshyggjumenn auka auðinn í samfélaginu með því að leyfa hinum villtu, frýsandi og gráðugu gæðingum viðskiptalífsins að fá að njóta taumlauss frelsis til að við hin getum notið afganganna af gnægtaborði þeirra. Hlutverk hinna viti bornu stjórnmálamanna sé að skapa umgjörð um þennan veruleika. Mín afstaða til einstaklingsins og til ákvarðanatöku í samfélaginu er sú að öll störf séu mikilvæg og ekkert okkar geti án hins verið og þess vegna skuli misræmi í kjörum vera í lágmarki. Og hvað lýðræðið varðar þá lít ég svo á að opið lýðræðisþjóðfélag verði að byggja á þeim skilningi að hin rétta ákvörðun sé hin lýðræðislega ákvörðun. Hvert og eitt okkar hefur síðan að sjálfsögðu á því skoðun hvort hún hafi verið góð og skynsamleg! Þetta hangir saman við þá afstöðu mína að það sé einmitt aðferðin við ákvarðanatöku en ekki ákvörðunin ein og sér sem skipti sköpum um velferð og framfarir. Dómur reynslunnar er sá að forsjá hinna meintu fullkomnu kerfa og hinna einvalda sérfræðinga hefur ekki skilað okkur þeim gæðum sem að var stefnt. Félagslegur hreyfanleiki hefur víðast hvar minnkað og frelsi athafnamanna hefur leitt til taumlausrar auðsöfnunar en lítið varð eftir handa öðrum nema sápukúlur sem nú springa ein af annarri. Lýðræði er aðferð en ekki niðurstaðaÞað er afar vandasamt og varla gerlegt að leggja hlutlægt mat á gæði ákvörðunar. Þar spila inn í hagsmunir, framtíðarspár, stjórnmálaskoðanir og svo framvegis. Það er hins vegar hægt að leiða rök að því að ákvörðun sem tekin er af stórum hópi fólks, sem lýtur að hagsmunum heildarinnar, sé síður skekkt af sérhagsmunum og njóti þess sem kallað hefur verið viska fjöldans. Lýðræðislegt ákvarðanaferli er þess vegna líklegra til að leiða til vandaðri og betur ígrundaðri niðurstöðu en þröngt ákvörðunarferli gerir og kemur þar margt til, ekki síst opnari umræða. Svo má einnig halda því fram að verkfræðileg gæði ákvörðunar séu ekki aðalatriðið, heldur sú staðreynd að mikilvægustu gæði hverrar ákvörðunar sé að hún skapi sátt. Sátt samfélag er sterkt samfélag en sátt er líklegri til að skapast ef allir hafa átt þess kost að koma beint að ákvarðanatöku. Um það snýst lýðræðið. Þess vegna er hárrétt hjá Þresti að í baráttu fyrir lýðræðisþjóðfélagið þykir mér mikilvægara að horfa til þess hver taki ákvörðun en hver ákvörðunin er. Það er síðan allt annar handleggur hvernig ég og aðrir beitum okkur í baráttu fyrir því að teknar verði þær ákvarðanir sem við –hvert og eitt – teljum vera bestar. Krafa um aukið lýðræði er sem betur fer að komast á dagskrá og þykir mér þakkarvert að Þröstur Ólafsson skuli efna til umræðu um málefnið.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun