Valdatími Gaddafís er á enda runninn 23. ágúst 2011 00:30 Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Sjá meira
Uppreisnarliðið í Líbíu hafði í gærkvöld náð höfuðborginni Trípolí að mestu á vald sitt en barðist áfram við dygga stuðningsmenn Múammars Gaddafí á ýmsum stöðum í borginni. Hvergi sást til Gaddafís sjálfs en augljóst mátti vera að valdatíð hans væri á enda. Uppreisnarliðið handtók í gær tvo af sonum Gaddafís, Saif al-Islam og Mohammed. Óstaðfestar fregnir bárust af því að þriðji sonurinn, Al-Saadi, hefði annað hvort verið handtekinn líka eða felldur. Innrásin í Trípolí hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Hún hófst á laugardaginn með sprengjuárásum og skotbardögum í úthverfum borgarinnar, hélt áfram af fullum krafti á sunnudag og sigur var nánast í höfn í gær, aðeins þremur dögum eftir að átökin um höfuðborgina hófust. Í gær náðu uppreisnarmennirnir meðal annars ríkisútvarpi landsins á sitt vald og voru útsendingar þegar í stað stöðvaðar. Þar með missti stjórn Gaddafís mikilvægasta vettvang sinn til að hvetja stuðningsmenn sína til að verjast uppreisnarmönnum. Íbúar í borginni virtust almennt fagna tímamótunum en óttuðust jafnframt að erfið átök gætu haldið áfram. „Við trúum því ekki að þetta sé að gerast í raun og veru,“ sagði þrítugur maður, Ashraf Haliti, sem vinnur á kaffihúsi nálægt Græna torginu, sem uppreisnarmenn nefna nú á ný Píslarvottatorgið eins og það hét fyrir valdatíð Gaddafís. Uppreisnarmenn stofnuðu strax í febrúar, þegar átökin höfðu aðeins staðið yfir í fáeinar vikur, bráðabirgðastjórn í borginni Bengasí í austurhluta landsins. Æ fleiri ríki hafa nú viðurkennt þessa bráðabirgðastjórn sem lögmæta ríkisstjórn landsins. Fátt eitt er vitað um það hvernig hún hyggst stjórna landinu eða hvort hún nýtur stuðnings landsmanna þegar á reynir. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“