Skógafoss tvöfaldar flutningsgetu Eimskips til og frá Norður-Ameríku 30. ágúst 2011 13:00 Mikil eftirspurn er eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu vegna stóriðjuframkvæmda vestra, að sögn Matthíasar Matthíassonar framkvæmdastjóra. Fréttablaðið/Vilhelm Skógafoss bættist í skipaflota Eimskips í sumar. Við tókum nýtt skip í þjónustu okkar í sumar til að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss," segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við flutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykjafoss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram," segir Matthías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fiskur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru flutningar vegna stóriðjuframkvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatnsaflsvirkjun og svo er þar námuvinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutningur hefur líka verið að aukast vestur um haf." Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eimskip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upplýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikningsstöðuna. Síðan er mjög notendavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi." Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Skógafoss bættist í skipaflota Eimskips í sumar. Við tókum nýtt skip í þjónustu okkar í sumar til að styrkja siglingakerfi félagsins á Norður-Atlantshafi og auka þar með þjónustuna við viðskiptavini okkar. Nýja skipið tekur 700 gámaeiningar og fékk nafnið Skógafoss," segir Matthías Matthíasson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptaþjónustu Eimskips. Hann segir Skógafoss vera í siglingum milli Íslands og Norður-Ameríku, með viðkomu í Everett í nágrenni Boston og á Nýfundnalandi. „Þetta er hrein viðbót við flutningsgetu okkar á þessari leið því áður var Reykjafoss með áætlun á sömu leið og heldur því áfram," segir Matthías. En hvað er helst verið að flytja á þessari leið? „Það er fiskur að miklu leyti, sem er verið að flytja bæði frá Nýfundnalandi til Evrópu og frá Íslandi til Boston og svæðisins þar í kring. Einnig eru flutningar vegna stóriðjuframkvæmda á Nýfundnalandi. Þar er verið að byrja á stórri vatnsaflsvirkjun og svo er þar námuvinnsla og stóriðja. Það er því mikil eftirspurn eftir flutningsgetu milli Nýfundnalands og Evrópu sem við náum að tengja gegnum Ísland. Vatnsútflutningur hefur líka verið að aukast vestur um haf." Matthías vekur líka athygli á Eport-þjónustuvefnum hjá Eimskip, sem hann segir byltingu í bættri þjónustu við viðskiptavini fyrirtæksins. Hann er beðinn að lýsa því fyrirbæri nánar. „Eport má líkja við heimabanka. Það er síða sem viðskiptavinir okkar fara inn á með aðgangsorði og þar getur fólk skoðað allar upplýsingar um sendingarnar sínar, séð hvar þær eru staddar, fylgst með bókunum og skoðað reikningsstöðuna. Síðan er mjög notendavæn og við höfum fengið mjög jákvæð og góð viðbrögð frá viðskiptavinum okkar með hana. Enda fer þeim viðskiptavinum sem nýta sér Eport ört fjölgandi."
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira