Lýsingarhönnun er ódýr og áhrifarík lausn 14. september 2011 11:00 „Fólk er alltaf að verða meðvitaðra um hversu sterkt samspil ljóss og heilsu er,” segir Einar Sveinn lýsingarhönnuður. Mynd/Valli Verslunin Pfaff, Grensásvegi 13, hefur í sinni þjónustu lýsingarhönnuðinn Einar Svein Magnússon, sem býður viðskiptavinum upp á ráðgjöf um lýsingu og lýsingarhönnun. Lýsing er orðin miklu flóknari en hún var,“ segir Einar Sveinn Magnússon, lýsingarhönnuður hjá Pfaff. „Það eru komnar alls konar perur og alls konar búnaður, þannig að fólk er pínulítið áttavillt. Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf sem felst í því að við komum heim til fólks og skoðum aðstæður og bendum á þær lausnir sem henta á hverjum stað. Þá erum við að hugsa um það hvernig lýsingin kemur út útlitslega og hvaða birta hentar hverjum aðstæðum. Fólk er líka farið að velta því meira fyrir sér hversu lengi ljósgjafinn endist og hvað hann eyðir miklu rafmagni. Það á ekki síst við um útilýsingu. Það langar engan að fara kannski sex sinnum á ári að skipta um peru í útiljósum. Fólk er orðið betur meðvitað um það að ending og rafmagnseyðsla eru lykilatriði þegar lýsing er valin. Fyrir utan það að það er hægt að gera miklar útlitsbreytingar á heimilinu með litlum tilkostnaði bara með því að breyta lýsingunni.“ Ráðgjöfin er hluti af þjónustu Pfaff við viðskiptavini og er ókeypis. Lýsingarhönnun er líka í boði hjá Pfaff og að sögn Einars er þá farið dýpra í hlutina. „Við hönnum lýsingu bæði fyrir nýbyggingar og eldra húsnæði og teiknum upp lýsinguna. Ef um nýbyggingu er að ræða þarf til dæmis að ákveða fjölda og staðsetningu ljósastæða, bæði innan dyra og utan. Það er ekkert sem breytir umhverfinu jafnmikið og lýsing, fyrir nú utan það að maðurinn þrífst á ljósi og lýsing hefur mikil áhrif á sálarástand fólks. Nú er farið að dimma á kvöldin og fólk má ekki spara við sig lýsingu þótt ég sé ekki þar með að mæla með einhverri skurðstofubirtu. Lýsingin þarf að byggjast á því hvað er verið að gera hverju sinni. Stundum viljum við búa til kósístemningu og svo er auðvitað nauðsynlegt að búa til nótt í heilanum okkar, þannig að það má heldur ekki hafa flennibirtu allan sólarhringinn. Fólk er alltaf að verða meðvitaðra um hversu sterkt samspil ljóss og heilsu er og hvað það skiptir miklu máli að lýsingin sé rétt.“ Starfsheitið lýsingarhönnuður er kannski fyrst og fremst tengt leikhúsi í hugum fólks en Einar segir að lýsingarhönnuður gegni nákvæmlega sama hlutverki inni á heimilum og í leikhúsinu. „Hönnuður leikhússlýsingar ákveður hvað það er sem áhorfandinn horfir á með því að lýsa það upp og það sama gerum við inni á heimilinu. Starf okkar er í raun ósköp einfalt; við erum að leika okkur með ljós og skugga og ákveða hvar er horft og hvar ekki. Það er auðvitað einfaldara á heimili en í leikhúsi en grundvallarlögmálin eru þau sömu.“ Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Verslunin Pfaff, Grensásvegi 13, hefur í sinni þjónustu lýsingarhönnuðinn Einar Svein Magnússon, sem býður viðskiptavinum upp á ráðgjöf um lýsingu og lýsingarhönnun. Lýsing er orðin miklu flóknari en hún var,“ segir Einar Sveinn Magnússon, lýsingarhönnuður hjá Pfaff. „Það eru komnar alls konar perur og alls konar búnaður, þannig að fólk er pínulítið áttavillt. Við bjóðum upp á ókeypis ráðgjöf sem felst í því að við komum heim til fólks og skoðum aðstæður og bendum á þær lausnir sem henta á hverjum stað. Þá erum við að hugsa um það hvernig lýsingin kemur út útlitslega og hvaða birta hentar hverjum aðstæðum. Fólk er líka farið að velta því meira fyrir sér hversu lengi ljósgjafinn endist og hvað hann eyðir miklu rafmagni. Það á ekki síst við um útilýsingu. Það langar engan að fara kannski sex sinnum á ári að skipta um peru í útiljósum. Fólk er orðið betur meðvitað um það að ending og rafmagnseyðsla eru lykilatriði þegar lýsing er valin. Fyrir utan það að það er hægt að gera miklar útlitsbreytingar á heimilinu með litlum tilkostnaði bara með því að breyta lýsingunni.“ Ráðgjöfin er hluti af þjónustu Pfaff við viðskiptavini og er ókeypis. Lýsingarhönnun er líka í boði hjá Pfaff og að sögn Einars er þá farið dýpra í hlutina. „Við hönnum lýsingu bæði fyrir nýbyggingar og eldra húsnæði og teiknum upp lýsinguna. Ef um nýbyggingu er að ræða þarf til dæmis að ákveða fjölda og staðsetningu ljósastæða, bæði innan dyra og utan. Það er ekkert sem breytir umhverfinu jafnmikið og lýsing, fyrir nú utan það að maðurinn þrífst á ljósi og lýsing hefur mikil áhrif á sálarástand fólks. Nú er farið að dimma á kvöldin og fólk má ekki spara við sig lýsingu þótt ég sé ekki þar með að mæla með einhverri skurðstofubirtu. Lýsingin þarf að byggjast á því hvað er verið að gera hverju sinni. Stundum viljum við búa til kósístemningu og svo er auðvitað nauðsynlegt að búa til nótt í heilanum okkar, þannig að það má heldur ekki hafa flennibirtu allan sólarhringinn. Fólk er alltaf að verða meðvitaðra um hversu sterkt samspil ljóss og heilsu er og hvað það skiptir miklu máli að lýsingin sé rétt.“ Starfsheitið lýsingarhönnuður er kannski fyrst og fremst tengt leikhúsi í hugum fólks en Einar segir að lýsingarhönnuður gegni nákvæmlega sama hlutverki inni á heimilum og í leikhúsinu. „Hönnuður leikhússlýsingar ákveður hvað það er sem áhorfandinn horfir á með því að lýsa það upp og það sama gerum við inni á heimilinu. Starf okkar er í raun ósköp einfalt; við erum að leika okkur með ljós og skugga og ákveða hvar er horft og hvar ekki. Það er auðvitað einfaldara á heimili en í leikhúsi en grundvallarlögmálin eru þau sömu.“
Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira