Tímabær stefnumótun Katrín Júlíusdóttir skrifar 21. september 2011 09:30 Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir að stuðla skuli að beinum erlendum fjárfestingum. Úti um allan heim leggja ríki áherslu á að laða til sín beina erlenda fjárfestingu og hvergi er slík fjárfesting jafn mikilvæg og í litlum opnum hagkerfum eins og því íslenska. Þess vegna er sérstaklega vont til þess að vita að í kjölfar efnahagshrunsins eru fjárfestingar hér í sögulegu lágmarki. Aldrei verið mótuð stefnaIðnaðarráðuneytið og Fjárfestingarstofa fengu árið 2009 PriceWaterhouseCoopers í Belgíu til að gera úttekt á beinum erlendum fjárfestingum á Íslandi. Sannast sagna voru niðurstöðurnar sláandi. Hér á landi hefur aldrei verið mótuð heildstæð stefna gagnvart beinum erlendum fjárfestingum né uppbyggileg umræða farið fram um eðli þeirra, mikilvægi eða áherslur í markaðssókn gagnvart erlendum fjárfestum. Enda er það eitt helsta einkenni beinnar erlendrar fjárfestingar hér hvað hún hefur verið einhæf og takmörkuð. Á þessu verður að ráða bót. Þegar rýnt er í skýrslur OECD sl. áratug kemur einnig í ljós að Ísland hefur árum saman verið með einna mestar takmarkanir og hömlur á erlendum fjárfestingum. Heildstæð opinber stefna um erlendar fjárfestingarÍ tíð núverandi ríkisstjórnar var stigið það risaskref að innleiða rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga hér á landi. Sú löggjöf bætir ekki aðeins samkeppnisstöðu okkar heldur auðveldar alla kynningu á Íslandi sem fjárfestingarkosti. Í skýrslu starfshóps sem ég skipaði um tillögugerð varðandi beina erlenda fjárfestingu kemur fram að nauðsynlegt er að skýra og einfalda lagaramma þannig að ljóst sé hvað sé heimilt og hvað ekki. Fjarlægja þarf þau matskenndu og óljósu atriði sem skapa óvissu um stöðu fjárfestinga. Þá þarf að móta heildstæða stefnu, skilgreina áherslusvið og vinna þannig enn markvissar að því að laða hingað beinar erlendar fjárfestingar. Í samvinnu iðnaðarráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis er nú unnið að þingsályktun um stefnumótun um beinar erlendar fjárfestingar og endurskoðun lagaramma og reglna til að bæta samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Í ljósi vaxandi umræðu og áhuga á erlendum fjárfestingum vænti ég víðtækrar samstöðu í þjóðfélaginu um þetta löngu tímabæra verkefni.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar