Ákall til menntamálayfirvalda Svanborg R. Jónsdóttir skrifar 30. september 2011 06:00 Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Svanborg R. Jónsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir endurskoðun aðalnámskráa grunnskóla með nýrri stefnu menntamálayfirvalda sem felur í sér kjarna sem settur er saman úr sex grunnþáttum: læsi, sjálfbærni, lýðræði, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Meginmarkmið nýrrar stefnu eru m.a. að undirbúa nemendur til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi, með áherslu á getu og hugarfar sjálfbærni sem meðal annars felur í sér gagnrýna hugsun og lýðræði og skapandi færni. Þessi nýja stefna krefst nýs hugsunarháttar og skipulags af kennurum og skólastjórum en algengast er og fellur vel að hugsunarhætti og verklagi nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námssvið sem samþættir þekkingu margra námsgreina og þekkingu úr lífinu sjálfu og gefur nemendum tækifæri til að takast á við raunveruleg viðfangsefni á skapandi hátt. Ég hafði góða reynslu af að kenna nýsköpunarmennt í tíu ár af þeim nærri 30 sem ég kenndi í grunnskóla og fannst mér þar nemendum með mismunandi getu og áhuga vera gefið tækifæri til að standa sig vel og taka virkan þátt í uppbyggingu eigin þekkingar á skapandi og skemmtilegan hátt sem bæði virti þeirra þekkingu og reynslu og ýtti undir þau að afla frekari þekkingar. Mér fannst sérlega ánægjulegt að sjá nemendur sem töldu sig ekki vera skapandi, gleyma því í nýsköpunarmennt og skapa gagnlegar og frumlegar hugmyndir og koma þeim í birtanlegt form og kynna í sínu samfélagi. Menntamálayfirvöld voru svo framsýn og metnaðarfull að setja fram skólastefnu og aðalnámskrá fyrir grunnskóla árið 1999 sem birtist í námskránni um Upplýsinga- og tæknimennt og fól í sér nýja sýn á hvernig mætti gefa nemendum tækifæri til að hagnýta þekkingu sína og byggja hana enn frekar upp á skapandi hátt. Þessi sýn kom meðal annars fram í námssviðinu Nýsköpun og hagnýting þekkingar (les: nýsköpunar- og frumkvöðlamennt). Sú hugsun sem þar var kynnt hefur þó ekki komist til framkvæmda almennt í skólum en nýsköpunarmennt hefur þó verið framkvæmd í nokkrum íslenskum grunnskólum á þann hátt sem hún var hugsuð. Í núverandi endurskoðun námskrár virðast menntamálayfirvöld ætla að gera þau reginmistök að gleyma (viljandi eða óviljandi) nýsköpunar- og frumkvöðlamennt þar sem þau hafa ekki skipað starfshóp til að sjá um endurskoðun þess kafla í námskránni (eða að móta sérstaka námskrá) og hefur þessu mikilvæga sviði verið kastað á milli námskrárhópanna sem hafa nógu miklið vald og virðingu til að fá sérstaka umfjöllun. Nýsköpunar og frumkvöðlamennt er námssvið sem getur eflt getu nemenda til að hafa áhrif á eigið líf, persónulega, í starfi, til að skapa störf og til að hafa áhrif almennt í eigin samfélagi. Mér hefur stundum dottið í hug að núverandi menntamálayfirvöld séu feimin eða hafi djúpstæða óyrta andúð á orðinu „frumkvöðla“–mennt þar sem það tákni það sem miður fór í íslensku samfélagi og sé andstætt þeirra hugsjónum. Ég þekki þó kjarna þessa orðs í verki og veit að í stað þess má nota orðið „athafnafærni“ eða „geta til aðgerða“ sem lýsir þá í leiðinni þeirri hugsun að slík geta og færni sé sú sem þarf til að efla sjálfbæra hugsun og getu. Það er ein ástæða þess að ég vil kalla þetta „mennt“ þar sem hún þarf að fela í sér menntun sem elur upp siðferði og ábyrgðartilfinningu. Ég hvet því menntamálayfirvöld til að sinna þessu námssviði og byggja enn betur undir það en áður og bið þau að stíga þannig framfaraskref sem styður þá stefnu sem þau hafa mótað.
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar