Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar 27. júlí 2025 16:32 Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í kvikmyndinni The Truman Show býr maður að nafni Truman inni í gerviveröld – risastórri hvelfingu þar sem allt í kringum hann er sviðsett. Lífið hans er sjónvarpsþáttur sem aðeins hann einn veit ekki af og fólkið í kringum hann leikur hlutverk í þessu risastóra leikriti. En um leið og hann byrjar að efast, fer kerfið að molna niður hægt og rólega. Ímyndaðu þér núna heilt ríki þar sem fólk er alið upp í samskonar tilbúnum veruleika. Þar sem börn læra frá unga aldri að ógnin sé alltaf hinum megin við múrinn kringum hvelfinguna, og að eini sannleikurinn sé það sem herinn, fréttirnar og ríkið segja þér. Allt sem fer gegni sögugerðinni, jafnvel friðsæll hjálparbátur, er stimplað sem ógn. Ríkið í hvelfingunni er Ísrael og fólkið þar er eins og Truman, það lifir í vernduðum gerviheimi. Oft hefur verið talað um Gasa sem “fangelsi undir berum himni”. En í þessari myndlíkingu er hvelfingin ekki í Gasa, þótt það sé einangrað frá umheiminum. Gasa er ekki sviðsetningin. Hvelfingin hér er huglægt fyrirbæri, í hugum Ísraelsmanna. Hvelfingin er hvimleið hugarbóla sem umlykur ísraelskt samfélag, hönnuð til að loka á samkennd, fela raunveruleikann og festa fórnarlambshlutverkið í sessi. Börn eru alin upp við þá hugmynd að þau séu stöðugt í lífshættu, og að Palestínumenn séu hættulegir, séu ekki manneskjur. Herinn er hetjan, ríkið er réttlátt, og sá sem spyr spurninga er talinn svikari Palestínumenn birtast ekki í hvelfingunni sem fólk með líf, drauma og sögu. Gasa verður þess í stað að óljósu skuggasvæði. Ekki staður með tveimur milljónum manna heldur “ógn”. Það er í þessu samhengi sem meinlausi hjálparflotinn Freedom Flotilla, sem reynir að koma lífsnauðsynjum áleiðis, verður að árásartæki í augum kerfisins. Ekki vegna varningsins um borð heldur vegna þess hvað hann táknar í augum Ísraelsmanna. Ef báturinn kæmist í gegn, þá gæti fólk byrjað að efast. Sjá að manneskjur búa hinum megin við múrinn. Að heimurinn sé kannski ekki alveg eins og þeim var kennt frá blautu barnsbeini. Og þess vegna má hann ekki komast í land. Flotinn sem er eins og báturinn hans Truman. Í The Truman Show byrjar Truman að þrá frelsið. Þrátt fyrir mjög djúpstæða sjóhræðslu sest hann í bátinn og rær að sjóndeildarhringnum. Þar rekst hann á vegg. Bókstaflegan vegg. Hann snertir hann og sér blekkinguna. Og á endanum gengur hann út. Í raunveruleikanum reynir Frelsisflotinn að komast til Gasa með mannúðaraðstoð. Og alltaf er hann stöðvaður af ísraelskum yfirvöldum. Ekki vegna hættu – heldur vegna þess að hann er glufa í falska himninum. Flotinn ógnar ekki lífi Ísraelsmanna. Hann ógnar sjálfsmynd þeirra. Röddin ofan af himnum Þegar Truman nálgast vegginn talar rödd niður af himninum. Það er leikstjórinn – sá sem hefur stjórnað lífi hans frá upphafi. Hann reynir að sannfæra Truman um að enginn sannleikur sé utan þessa heims. „Það er ekkert meira þarna úti en það sem ég skapaði fyrir þig.“ Þetta er líka rödd ísraelska ríkisins: „Við erum eina lýðræðið í Miðausturlöndum.“ „Þau hata okkur bara.“ „Það er enginn friðarvilji hjá þeim.“ „IDF er siðferðislega sterkasti her heims.“ Þetta er ekki rödd fólks sem vill skilja umheiminn. Þetta er rödd kerfis sem óttast að einhver sjái í gegnum sögugerðina. Af því að ef þú sérð í gegnum hana – ef þú sérð fólkið í Gasa með augum mennskunnar, sem jafningja, sem fórnarlömb, sem fólk með rödd - þá molnar allt sem þú varst alinn upp við. Hið raunverulega fangelsi Samfélag sem lokar á samkennd, missir með tímanum getu til að finna hana. Þjóð sem réttlætir stöðugt vald sitt með hræðsluáróðri, getur ekki lengur horfst í augu við raunveruleikann. Ríki sem trúir eigin sakleysi, eingöngu vegna þess að það hefur endurtekið söguna svo oft, er ófært um að að sýna ábyrgðarkennd. Í The Truman Show nær Truman loksins að sleppa. Hann gengur út úr gerviheimnum. En hvað ef hann hefði snúið við? Hvað ef hann hefði hlustað á röddina að ofan? Hvað ef hann hefði haldið áfram að trúa því sem honum var sagt? Þá hefði blekkingin unnið. Þannig virkar Truman-ríkið. En hvað með okkur hin? Við erum áhorfendur þáttarins. En sum okkar eru enn að reyna að koma björgunarflota vakningarinnar áleiðis til að stinga gat á blöðruna og opna hina ósýnilegu hvelfingu. Höfundur er fjölmiðlafræðingur
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar