52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. september 2024 12:33 EES er 30 ára í ár. Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum. Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri nema vegna þess að ætla má, að meira en helmingur núlifandi Íslendinga muni ekki það Ísland, sem einu sinni var – fyrir EES. Og þakkarvert, að háskólinn leitaði til hins virta álitsgjafa Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, til að hressa upp á þjóðarminnið. Og hann fékk m.a.s. einn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu – og það er nóg til af þeim – í lið með sér. Og tvær konur – aðra norska – sem vonandi höfðu báðar náð lögaldri, þegar EES leit dagsins ljós. Norska, þó ekki væri nema vegna þess, að Norðmenn borga reikninginn að mestu. OG EKKI VEITIR AF að hressa upp á minnið. Það eru nefnilega flestir búnir að gleyma því, að á sínum tíma – í alþingiskosningunum 1991, sem snerust nær eingöngu um EES – voru eiginlega allir á móti EES. Kenndu samninginn jafnvel við landssölu og landráð. M.a.s. hin ástsæli forseti Íslands, þáverandi, breytti ríkisráðsfundinum, þar sem EES öðlaðist löggildingu, í eftirmynd af líkvöku við flöktandi kertaljós (sjálfstæðisins). SJÁLFUR BJÖRN BJARNASON var þá einn helstitalsmaður flokks síns, Sjálfstæðisflokksins, sem var eindregið á móti EES-samningnum. Í staðinn vildu þeir bara tvíhliða tollasamning til að forðast íþyngjandi skuldbindingar við Evrópusambandið.Björn viðurkenndi að vísu síðar, að slíkur tvíhliðasamningur stæði ekki til boða. Þetta hefði því bara verið venjulegt kosingablöff. EES ER SUMSÉ skilgetið afkvæmi vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar (1988-91). Þar var Alþýðubandalag Ólafs Ragnars Grímssonar, þá fjármálaráðherra, þriðja hjól undir vagni. Öll var samningsgerðin undir verkstjórn þáverandi utanríkisráðherra – nefnilega undirritaðs – frá byrjun til enda. Nema hvað: þegar kom að kosningunum 1991, snerust þeir félagar, Steingrímur og Ólafur Ragnar, alfarið líka á móti – af ótta við fylgistap ella. Þeir snerust m.ö.o. gegn sinni eigin ríkisstjórn, sem veitti samningsumboðið. Steingrímur kallar þetta í ævisögu sinni sín stærstu pólitísku mistök. Réttilega. Gleymi ég einhverju? Já, Kvennalistanum. Já, hann var auðvitað á móti. Þær sáu ekki fyrir, að EES-samingurinn myndi fjölga opinberum starfsmönnum, þ.e.a.s.háskólamenntuðum konum, verulega. VISNSTRI STJÓRNIN lifði af þessi fjörráð – með eins atkvæðis þingmeirihluta. Hann hefði getað heitið Páll frá Höllustöðum eða eitthvað þaðan af verra.Og þau voru fleiri. Með framhaldi vinstri stjórnarinnar hefði EES því verið fórnað á altari heimaalinnar þjóðrembu eða grámyglaðrar hugmyndafræði. Alla vega – ég ætlaði ekki að taka þátt í þeirri galdrabrennu. Hvað var til ráða? Að láta reyna á stefnufestu Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði þá þegar reynslu af því, að hún væri ekki upp á marga fiska, þegar á reyndi. „Hvar er planið?“, spyrja ungir sjálfstæðismenn nú í öngum sínum. Ef þeir eru að leita að stefnufestunni, fara þeir enn villir vega. ÉG BAUÐ NÝKJÖRNUM formanni Sjálfstæðisflokksins stól forsætisráðherra, gegn einu skilyrði: EES. Kúvendið ykkar afstöðu og þiggið upðhefðina. Það gekk eftir. Þess vegna fögnum við 30 ára afmæli EES á þessu ári. ÞESS VEGNA gat Björn Bjarnason sagt eftirfarandi í skýrslu um EES samstarfið, sem hann ritstýrði af lofsverðri vandvirkni árið 2019. (Tilvitnunin lýsir niðurstöðu þýskrar rannsóknarstofnunar, Bertelsmann Stiftung, á efnahagsáhrifum EES fyrir Ísland): „Sé litið til heildaráhrifa á Íslandi eru uppreiknuð áhrif á efnahag Íslands 380 milljónir evra. Sú tala er fengin með því að reikna út velferðarávinning hvers einstaklings og margfalda með íbúafjölda. Er þar um að ræða 52 milljarða króna á ári hverju. Það er um 2. 07% af vergri landsframleiðslu Íslands“. 52 milljarðar króna á ári í 30 ár = 1.560 milljarðar á 30 árum. Það munar um minna. Heimamarkaður okkar stækkaði úr 300 þúsundum í 500 milljónir manna. Langvarandi kreppu (1988-94) með atvinnuleysi og landflótta var snúið í langvarandi vaxtarskeið. EES reyndist vera lyftistöng fyrir nýsköpunarfyrirtæki, sem eiga tilveru sína algerlega undir hindrunarlausum aðgangi að erlendum mörkuðum. Fjöldi fyrirtækja í upplýsingatækni, sérfræðiþjónustu, lyfjaframleiðslu og ferðamannaiðnaði blómstruðu. Ísland var á hraðri leið inn í nútímann. Gefum Herði Arnarsyni, þáverandi forstjóra Marels en nú Landsvirkjunar, lokaorðin: „Ég held í raun og veru, að fyrirtæki eins og Marel og Össur hefðu ekki orðið til í þeirri mynd,sem þau eru, hefðum við ekki orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu...“(Viðskiptablaðið í apríl 2019) Þetta er trúverðugur vitnisburður um 30 ára reynslu af EES. Í upphafi voru flestir á móti, líka þeir sem vilja nú (næstum) allir „þá Lilju kveðið hafa“. Höfundur var pólitískur verkstjóri EES-samningsins í tveimur ríkisstjórnum (1988-1995). Honum var ekki boðið að miðla þeirri reynslu á 30 ára- afmæli EES í Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Jón Baldvin Hannibalsson Utanríkismál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
EES er 30 ára í ár. Milljarðarnir í fyrirsögninni eru niðurstaða þýskrar rannsóknarstofnunar á því, hvað EE-samningurinn hafi reynst vera Íslendingum mikil búbót á þessum 30 árum. Og Háskóli Íslands taldi þetta nægilegt tilefni til að bjóða í partý, afmælisbarninu til heiðurs. Það var vel til fundið. Þó ekki væri nema vegna þess að ætla má, að meira en helmingur núlifandi Íslendinga muni ekki það Ísland, sem einu sinni var – fyrir EES. Og þakkarvert, að háskólinn leitaði til hins virta álitsgjafa Morgunblaðsins, Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra, til að hressa upp á þjóðarminnið. Og hann fékk m.a.s. einn fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu – og það er nóg til af þeim – í lið með sér. Og tvær konur – aðra norska – sem vonandi höfðu báðar náð lögaldri, þegar EES leit dagsins ljós. Norska, þó ekki væri nema vegna þess, að Norðmenn borga reikninginn að mestu. OG EKKI VEITIR AF að hressa upp á minnið. Það eru nefnilega flestir búnir að gleyma því, að á sínum tíma – í alþingiskosningunum 1991, sem snerust nær eingöngu um EES – voru eiginlega allir á móti EES. Kenndu samninginn jafnvel við landssölu og landráð. M.a.s. hin ástsæli forseti Íslands, þáverandi, breytti ríkisráðsfundinum, þar sem EES öðlaðist löggildingu, í eftirmynd af líkvöku við flöktandi kertaljós (sjálfstæðisins). SJÁLFUR BJÖRN BJARNASON var þá einn helstitalsmaður flokks síns, Sjálfstæðisflokksins, sem var eindregið á móti EES-samningnum. Í staðinn vildu þeir bara tvíhliða tollasamning til að forðast íþyngjandi skuldbindingar við Evrópusambandið.Björn viðurkenndi að vísu síðar, að slíkur tvíhliðasamningur stæði ekki til boða. Þetta hefði því bara verið venjulegt kosingablöff. EES ER SUMSÉ skilgetið afkvæmi vinstristjórnar Steingríms Hermannssonar (1988-91). Þar var Alþýðubandalag Ólafs Ragnars Grímssonar, þá fjármálaráðherra, þriðja hjól undir vagni. Öll var samningsgerðin undir verkstjórn þáverandi utanríkisráðherra – nefnilega undirritaðs – frá byrjun til enda. Nema hvað: þegar kom að kosningunum 1991, snerust þeir félagar, Steingrímur og Ólafur Ragnar, alfarið líka á móti – af ótta við fylgistap ella. Þeir snerust m.ö.o. gegn sinni eigin ríkisstjórn, sem veitti samningsumboðið. Steingrímur kallar þetta í ævisögu sinni sín stærstu pólitísku mistök. Réttilega. Gleymi ég einhverju? Já, Kvennalistanum. Já, hann var auðvitað á móti. Þær sáu ekki fyrir, að EES-samingurinn myndi fjölga opinberum starfsmönnum, þ.e.a.s.háskólamenntuðum konum, verulega. VISNSTRI STJÓRNIN lifði af þessi fjörráð – með eins atkvæðis þingmeirihluta. Hann hefði getað heitið Páll frá Höllustöðum eða eitthvað þaðan af verra.Og þau voru fleiri. Með framhaldi vinstri stjórnarinnar hefði EES því verið fórnað á altari heimaalinnar þjóðrembu eða grámyglaðrar hugmyndafræði. Alla vega – ég ætlaði ekki að taka þátt í þeirri galdrabrennu. Hvað var til ráða? Að láta reyna á stefnufestu Sjálfstæðisflokksins. Ég hafði þá þegar reynslu af því, að hún væri ekki upp á marga fiska, þegar á reyndi. „Hvar er planið?“, spyrja ungir sjálfstæðismenn nú í öngum sínum. Ef þeir eru að leita að stefnufestunni, fara þeir enn villir vega. ÉG BAUÐ NÝKJÖRNUM formanni Sjálfstæðisflokksins stól forsætisráðherra, gegn einu skilyrði: EES. Kúvendið ykkar afstöðu og þiggið upðhefðina. Það gekk eftir. Þess vegna fögnum við 30 ára afmæli EES á þessu ári. ÞESS VEGNA gat Björn Bjarnason sagt eftirfarandi í skýrslu um EES samstarfið, sem hann ritstýrði af lofsverðri vandvirkni árið 2019. (Tilvitnunin lýsir niðurstöðu þýskrar rannsóknarstofnunar, Bertelsmann Stiftung, á efnahagsáhrifum EES fyrir Ísland): „Sé litið til heildaráhrifa á Íslandi eru uppreiknuð áhrif á efnahag Íslands 380 milljónir evra. Sú tala er fengin með því að reikna út velferðarávinning hvers einstaklings og margfalda með íbúafjölda. Er þar um að ræða 52 milljarða króna á ári hverju. Það er um 2. 07% af vergri landsframleiðslu Íslands“. 52 milljarðar króna á ári í 30 ár = 1.560 milljarðar á 30 árum. Það munar um minna. Heimamarkaður okkar stækkaði úr 300 þúsundum í 500 milljónir manna. Langvarandi kreppu (1988-94) með atvinnuleysi og landflótta var snúið í langvarandi vaxtarskeið. EES reyndist vera lyftistöng fyrir nýsköpunarfyrirtæki, sem eiga tilveru sína algerlega undir hindrunarlausum aðgangi að erlendum mörkuðum. Fjöldi fyrirtækja í upplýsingatækni, sérfræðiþjónustu, lyfjaframleiðslu og ferðamannaiðnaði blómstruðu. Ísland var á hraðri leið inn í nútímann. Gefum Herði Arnarsyni, þáverandi forstjóra Marels en nú Landsvirkjunar, lokaorðin: „Ég held í raun og veru, að fyrirtæki eins og Marel og Össur hefðu ekki orðið til í þeirri mynd,sem þau eru, hefðum við ekki orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu...“(Viðskiptablaðið í apríl 2019) Þetta er trúverðugur vitnisburður um 30 ára reynslu af EES. Í upphafi voru flestir á móti, líka þeir sem vilja nú (næstum) allir „þá Lilju kveðið hafa“. Höfundur var pólitískur verkstjóri EES-samningsins í tveimur ríkisstjórnum (1988-1995). Honum var ekki boðið að miðla þeirri reynslu á 30 ára- afmæli EES í Háskóla Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun