Ísland verði grænt hagkerfi í fremstu röð Skúli Helgason skrifar 13. október 2011 06:00 Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ísland getur skipað sér í fremstu röð á alþjóðavettvangi, sem grænt hagkerfi, með áherslu á hreina náttúru, sjálfbæran orkubúskap, nýsköpun og menntun til sjálfbærni. Þetta er framtíðarsýn þverpólitískrar nefndar með aðild allra þingflokka á Alþingi sem nú hefur skilað niðurstöðum sínum um eflingu græna hagkerfisins á Íslandi eftir tólf mánaða starf. Í skýrslunni kynnir nefndin stefnumið sem liggja til grundvallar 48 tillögum um aðgerðir til að örva þróun í átt til græns hagkerfis á Íslandi. Hvers vegna grænt hagkerfi?Um 20% mannkyns taka til sín 80% af orku og auðæfum heims og losa lungann af þeim gróðurhúsalofttegundum sem leystar eru í andrúmsloftið af mannavöldum. Ef allir jarðarbúar leyfðu sér orkueyðslu Vesturlandabúa, að óbreyttu tæknistigi, væri framtíð mannkyns stefnt í voða. Það er stærsta og líklega mikilvægasta verkefni mannkyns á þessari öld að móta efnahags- og atvinnustefnu sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og nýtir orku á sjálfbæran hátt. Fjöldi þjóðríkja og alþjóðastofnana á borð við Sameinuðu þjóðirnar, Evrópusambandið, Norðurlandaráð og OECD líta á það sem forgangsverkefni að skilgreina grænt hagkerfi og varða veg sem dregur úr ágengni atvinnustarfsemi á vistkerfið. Græn orka en mikil sóunVið Íslendingar höfum lengi státað af því að vera land hreinnar orku og áætlað hefur verið að um 80% allrar orku sem notuð er í landinu séu endurnýjanleg orka sem á upptök sín í virkjun vatnsafls eða jarðvarma. Íslendingar eru hér í sérflokki vestrænna þjóða, en til samanburðar má geta þess að Evrópusambandið hefur sett sér það mark að hlutdeild endurnýjanlegar orku verði orðin 20% árið 2020. Ef litið er til orkuneyslu blasir hins vegar við okkur önnur mynd, en nýleg rannsókn í Háskóla Íslands gefur til kynna að Íslendingar séu neyslufrekasta þjóð jarðar, skv. mælingu á svokölluðu vistspori. Þá gerir það íslenskt hagkerfi viðkvæmara fyrir ytri áföllum hve orkunýtingin er einhæf. Það segir sína sögu að ein atvinnugrein – áliðnaður – stóð undir 74% af raforkunotkun landsins árið 2009 en engin önnur atvinnugrein náði meira en 6% hlutdeild. Af ofansögðu má draga þá ályktun að Ísland getur verið í fararbroddi á alþjóðavettvangi í þróun til græns hagkerfis en forsenda þess er að landsmenn og atvinnufyrirtækin í landinu taki til rækilegrar endurskoðunar neysluvenjur, framleiðsluferla og forgangsröðun í atvinnumálum. Hvað er grænt hagkerfi?Eðlilegt er að spurt sé, hvað er grænt hagkerfi fyrir nokkuð? Nefnd Alþingis styðst við þá skilgreiningu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna að grænt sé það hagkerfi sem leiði til aukinna lífsgæða um leið og dregið sé verulega úr umhverfislegri áhættu og röskun vistkerfa. Í grænu hagkerfi er áhersla lögð á atvinnustarfsemi sem dregur úr mengun og losun gróðurhúsalofttegunda, stuðlar að bættri nýtingu orku og auðlinda og kemur í veg fyrir hnignun líffræðilegrar fjölbreytni og þjónustu vistkerfa. Í stuttu máli einkennist grænt hagkerfi af aukinni verðmætasköpun á sama tíma og dregið er úr álagi á náttúruna. Grænt hagkerfi á Íslandi kallar því á atvinnustefnu sem byggir á aukinni fjölbreytni og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, þar sem jafnvægi er milli hagsmuna núlifandi íbúa landsins og þeirra sem á eftir okkur munu koma. Þverpólitísk vinnaNú þegar nefndin hefur skilað sínum niðurstöðum fer málið til Alþingis til frekari meðferðar. Ég hef lagt fram þingsályktunartillögu ásamt þingmönnunum Illuga Gunnarssyni og Guðmundi Steingrímssyni sem sæti áttu í nefndinni og 18 öðrum þingmönnum allra þingflokka þar sem lagt er til að forsætisráðherra stýri mótun aðgerðaáætlunar um eflingu græns hagkerfis á grundvelli tillagna nefndarinnar. Tillagan verður tekin til umfjöllunar á Alþingi í dag og fær síðan efnislega meðferð í þinginu. Þar verður leitað umsagnar um efni tillögunnar og er það von mín að sem flestir sem áhuga hafa á málaflokknum leggi sitt af mörkum með umsögnum og athugasemdum til að endanleg niðurstaða þessarar vinnu verði sem best úr garði gerð. Verðmætasköpun og náttúruverndGrænt hagkerfi er viðfangsefni sem varðar allar atvinnugreinar og allan almenning. Við getum tekið frumkvæði og verið til fyrirmyndar en við höfum vissulega það val að gera ekki neitt, m.a. í þeirri trú að náttúruauðlindir okkar séu óþrjótandi. Það er mikilvæg niðurstaða nefndarinnar að verðmætasköpun og náttúruvernd séu ekki andstæður heldur sé þvert á móti skynsamlegast að þróa ný atvinnutækifæri án þess að gengið sé á náttúruauðlindir með ósjálfbærum hætti. Það þýðir betra jafnvægi milli atvinnusköpunar og náttúruverndar en við höfum átt að venjast á undanförnum áratugum. Vistvæn nýting orkuauðlinda er mikilvæg en það er okkur líka hollt að minnast þess að mikil gróska er nú í atvinnugreinum eins og hugverkaiðnaði, ferðaþjónustu og skapandi greinum sem ekki byggja afkomu sína fyrst og fremst á nýtingu náttúruauðlinda. Í næstu grein mun ég fjalla um stefnumið og einstakar tillögur nefndarinnar.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar