Segja Papandreú varpa frá sér ábyrgðinni 2. nóvember 2011 07:15 Kona í Aþenu gengur fram hjá minnismerki um drökmuna, myntina sem Grikkir notuðu áður en þeir tóku upp evruna fyrir rúmum áratug. nordicphotos/AFP Grikkir virðast margir líta svo á að Georg Papandreú forsætisráðherra ætli sér að kúga þjóðina til hlýðni með því að bera samkomulag stjórnarinnar við Evrópusambandið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er fáránlegt. Nú hafa þeir sent boltann til okkar, en er það ekki þeirra ábyrgð að taka ákvörðunina?“ hefur gríska dagblaðið E Kathimerini eftir Haris Velakoutakou, 64 ára gömlum ferðaleiðsögumanni í Aþenu. Stjórnarandstaðan hefur sömuleiðis brugðist ókvæða við ákvörðun forsætisráðherrans og tveir þingmenn Sósíalistaflokksins hafa sagt sig úr honum, með þeim afleiðingum að stjórnarmeirihlutinn er orðinn mjög tæpur. Papandreú tilkynnti um ákvörðun sína á þriðjudag, en daginn áður hafði hann boðað atkvæðagreiðslu á þingi um stöðu stjórnarinnar. Reiknað er með að þingið gangi til atkvæða seint á föstudag, og ræðst þá hvort stjórnarmeirihlutinn fellur. Hann hefur hins vegar ekki gefið upp neina tímasetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, að öðru leyti en því að hún verði eftir að Evrópusambandið hefur endanlega gengið frá útfærslu björgunaraðgerða sinna, sem meðal annars fela í sér helmings niðurfellingu á skuldum Grikkja og yfir hundrað milljarða evra fjárhagsaðstoð til viðbótar þeirri, sem áður hafði verið ákveðin. Mikil andstaða er meðal almennings við björgunaraðgerðir ESB og niðurskurðaráform stjórnarinnar, en felli þjóðin björgunaraðgerðirnar aukast mjög líkur á greiðslufalli Grikklands og hruni evrunnar. Papandreú hefur engu að síður ákveðið að taka áhættuna. - gb Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Grikkir virðast margir líta svo á að Georg Papandreú forsætisráðherra ætli sér að kúga þjóðina til hlýðni með því að bera samkomulag stjórnarinnar við Evrópusambandið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þetta er fáránlegt. Nú hafa þeir sent boltann til okkar, en er það ekki þeirra ábyrgð að taka ákvörðunina?“ hefur gríska dagblaðið E Kathimerini eftir Haris Velakoutakou, 64 ára gömlum ferðaleiðsögumanni í Aþenu. Stjórnarandstaðan hefur sömuleiðis brugðist ókvæða við ákvörðun forsætisráðherrans og tveir þingmenn Sósíalistaflokksins hafa sagt sig úr honum, með þeim afleiðingum að stjórnarmeirihlutinn er orðinn mjög tæpur. Papandreú tilkynnti um ákvörðun sína á þriðjudag, en daginn áður hafði hann boðað atkvæðagreiðslu á þingi um stöðu stjórnarinnar. Reiknað er með að þingið gangi til atkvæða seint á föstudag, og ræðst þá hvort stjórnarmeirihlutinn fellur. Hann hefur hins vegar ekki gefið upp neina tímasetningu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna, að öðru leyti en því að hún verði eftir að Evrópusambandið hefur endanlega gengið frá útfærslu björgunaraðgerða sinna, sem meðal annars fela í sér helmings niðurfellingu á skuldum Grikkja og yfir hundrað milljarða evra fjárhagsaðstoð til viðbótar þeirri, sem áður hafði verið ákveðin. Mikil andstaða er meðal almennings við björgunaraðgerðir ESB og niðurskurðaráform stjórnarinnar, en felli þjóðin björgunaraðgerðirnar aukast mjög líkur á greiðslufalli Grikklands og hruni evrunnar. Papandreú hefur engu að síður ákveðið að taka áhættuna. - gb
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Gísli Rafn til Rauða krossins Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Eiga von á um 10 þúsund gestum Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira