Merkel útilokar nú allar skyndilausnir 3. desember 2011 02:00 Angela Merkel Kanslari Þýskalands ítrekar enn á ný andstöðu sína við margvíslegar aðgerðir, sem önnur evruríki hafa viljað grípa til í von um að leysa skuldavandann á evrusvæðinu.nordicphotos/AFP „Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
„Við erum komin á nýtt stig í samhæfingu Evrópusambandsins,“ sagði Angela Merkel Þýskalandskanslari í ræðu á þýska þinginu í gær, þar sem hún lýsti hugmyndum sínum um að styrkja efnahagssamstarf evruríkjanna. Nýtt efnahagsbandalag evruríkjanna sé nauðsynlegt til að vinna bug á kreppunni og bjarga evrunni, og þetta nýja bandalag fæli í sér strangar fjárlagareglur með refsiákvæðum. Til þess þurfi að gera breytingar á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, en þær breytingar verði ekki gerðar í hvelli. „Einfaldar og hraðvirkar lausnir eru ekki til,“ sagði Merkel. „Þetta er ferli, og það ferli mun standa árum saman.“ Hún sagði nánari útfærslur verða kynntar á mánudaginn í næstu viku, þegar hún hittirNicolas Sarkozy Frakklandsforseta, en stefnt er að afgreiðslu á leiðtogafundi Evrópusambandsins í Brussel um miðja vikuna. Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna eru á stöðugum fundum þessa dagana til að komast að sameiginlegri niðurstöðu, sem gæti styrkt trú fjármálaheimsins á evruna og hjálpað skuldugustu evruríkjunum úr vanda. Í fyrrakvöld flutti Sarkozy ræðu í Frakklandi, þar sem hann lagði áherslu á nauðsyn þess að evruríkin verði að tengjast sterkari böndum til að koma í veg fyrir að skuldabákn þeirra gangi af evrunni dauðri. „Við verðum að standa fullkomlega saman á móti þeim sem efast um stöðugleika evrunnar og veðja á hrun hennar,“ sagði hann. Í gær brá David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, sér síðan yfir Ermarsundið í heimsókn til Frakklands að ræða við Sarkozy. Bretar hafa nokkra sérstöðu þar sem þeir eru ekki með evru, en Cameron sagðist standa heilshugar að baki því að leysa yrði vandann með því að gera stofnunum evruríkjanna kleift að sannfæra markaði. Einnig þurfi að efla samkeppnishæfni sumra Evrópusambandsríkjanna. „Reyndar þarf ekki að breyta stofnsáttmálum til þess,“ sagði hann, „en ég stend alveg klár á því að ef gera þarf samningsbreytingar þá mun ég sjá til þess að við verjum og styrkjum hagsmuni Bretlands.“ gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira