Hver og einn finnur sinn La-Z-Boy stól eða sófa 12. desember 2011 11:00 „Það er okkar hagur að viðskiptavinurinn finni það sem hann vill helst og fari ánægður út, “ segir Karl Indriðason, sölumaður í Húsgagnahöllinni. Mynd: Stefán Hinn klassíski La-Z-Boy. Fyrsti La-Z-Boy stóllinn kom á markað 1927 þannig að þeir eiga sér langa sögu,“ segir Karl Indriðason, sölumaður hjá Húsgagnahöllinni. „Þeir stólar voru úr viði með þeim einu þægindum að hægt var að halla þeim aftur. Sú útgáfa sem við þekkjum í dag, með innbyggðum skemli, kom fyrst fram 1961. Viðtökurnar voru gríðargóðar og La-Z-boy er í dag stærsti framleiðandi hægindastóla í heiminum.“ Húsgagnahöllin er eini söluaðilinn á Íslandi sem selur hina einu sönnu La-Z-Boy stóla og Karl segir það mikinn misskilning að allir stólar með innbyggðum skemli séu frá La-Z-Boy. „La-Z-Boy er skrásett vörumerki sem Húsgagnahöllin hefur einkaumboð fyrir hérlendis,“ segir hann. „Stólarnir eru framleiddir í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum undir ströngu gæðaeftirliti sem aðrir stólar á markaðnum hafa ekki farið í gegnum.“ Karl segir úrvalið af La-Z-Boy stólunum vera fjölbreytt og áklæðin sömuleiðis. „Þeir fást í ýmsum stærðum, bæði í áklæði og leðri, og nettasti La-Z-Boy stóllinn er ekki nema 68 sentimetra breiður en svo fást þeir alveg upp í metra á breidd þannig að það ættu allir að geta fundið hægindastól við sitt hæfi hjá okkur. Stólar með hærri sethæð eru nýkomnir á markaðinn, en þeir gera það auðveldara fyrir til dæmis eldra fólk að setjast og standa upp. Svo eigum við auðvitað La-Z-Boy sófa, með hægindastólum til endanna, sem hafa notið mikilla vinsælda.“ Húsgagnahöllin hefur selt La-Z-Boy síðan 1984 og Karl segir þá vera í stöðugri þróun. „Það koma einhverjar nýjungar á hverju ári, í lit og gerð áklæða til dæmis, en það eru þó gömlu, góðu klassísku týpurnar sem seljast mest. Grunnbyggingin er reyndar sú sama í þeim öllum, það sem skilur á milli felst í bólstrun og stærð. Það þarf hver og einn að finna þann La-Z-Boy stól sem hentar honum best og við auðvitað kappkostum að aðstoða fólk við það og veita ráðgjöf. Það er okkar hagur að viðskiptavinurinn finni það sem hann vill helst og fari ánægður út.“Úrvalið af La-Z-Boy er fjölbreytt. Sérblöð Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Hinn klassíski La-Z-Boy. Fyrsti La-Z-Boy stóllinn kom á markað 1927 þannig að þeir eiga sér langa sögu,“ segir Karl Indriðason, sölumaður hjá Húsgagnahöllinni. „Þeir stólar voru úr viði með þeim einu þægindum að hægt var að halla þeim aftur. Sú útgáfa sem við þekkjum í dag, með innbyggðum skemli, kom fyrst fram 1961. Viðtökurnar voru gríðargóðar og La-Z-boy er í dag stærsti framleiðandi hægindastóla í heiminum.“ Húsgagnahöllin er eini söluaðilinn á Íslandi sem selur hina einu sönnu La-Z-Boy stóla og Karl segir það mikinn misskilning að allir stólar með innbyggðum skemli séu frá La-Z-Boy. „La-Z-Boy er skrásett vörumerki sem Húsgagnahöllin hefur einkaumboð fyrir hérlendis,“ segir hann. „Stólarnir eru framleiddir í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum undir ströngu gæðaeftirliti sem aðrir stólar á markaðnum hafa ekki farið í gegnum.“ Karl segir úrvalið af La-Z-Boy stólunum vera fjölbreytt og áklæðin sömuleiðis. „Þeir fást í ýmsum stærðum, bæði í áklæði og leðri, og nettasti La-Z-Boy stóllinn er ekki nema 68 sentimetra breiður en svo fást þeir alveg upp í metra á breidd þannig að það ættu allir að geta fundið hægindastól við sitt hæfi hjá okkur. Stólar með hærri sethæð eru nýkomnir á markaðinn, en þeir gera það auðveldara fyrir til dæmis eldra fólk að setjast og standa upp. Svo eigum við auðvitað La-Z-Boy sófa, með hægindastólum til endanna, sem hafa notið mikilla vinsælda.“ Húsgagnahöllin hefur selt La-Z-Boy síðan 1984 og Karl segir þá vera í stöðugri þróun. „Það koma einhverjar nýjungar á hverju ári, í lit og gerð áklæða til dæmis, en það eru þó gömlu, góðu klassísku týpurnar sem seljast mest. Grunnbyggingin er reyndar sú sama í þeim öllum, það sem skilur á milli felst í bólstrun og stærð. Það þarf hver og einn að finna þann La-Z-Boy stól sem hentar honum best og við auðvitað kappkostum að aðstoða fólk við það og veita ráðgjöf. Það er okkar hagur að viðskiptavinurinn finni það sem hann vill helst og fari ánægður út.“Úrvalið af La-Z-Boy er fjölbreytt.
Sérblöð Mest lesið Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira