Segir almenning vera að vakna 13. desember 2011 01:00 Mikhaíl Prokhorov Auðkýfingurinn hefur boðið sig fram.nordicphotos/AFP „Samfélagið er að vakna,“ sagði Mikhaíl Prokhorov, þriðji auðugasti maður Rússlands, þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetakosninga í vor. Prokhorov getur, ekki síst í krafti auðæfa sinna, torveldað sigur Pútíns, sem allt fram á síðustu daga hefur þótt harla öruggur. Hann ætti að eiga auðvelt með að höfða til óánægju fólks sem hefur gagnrýnt Pútín fyrir bæði kosningasvindl og valdamisnotkun. Hann segist þó ekki ætla að byggja kosningabaráttu sína á gagnrýni á Pútín, og svaraði engu þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að taka þátt í mótmælum gegn Pútín. Pútín hefur fyrir sitt leyti fullyrt að meint kosningasvindl í þingkosningunum fyrr í mánuðinum myndi ekki breyta neinu um gildi kosninganna eða úrslit þeirra, jafnvel þótt í ljós kæmi að það hefði í raun átt sér stað. Það væri það lítið umfangs. Fjölmenn mótmæli gegn Pútín sýna hins vegar að andstæðingar hans hafa styrkst í kjölfar kosninganna og ímynd Pútíns er ekki lengur jafn örugg og áður var. Prokharov er hins vegar í hópi auðkýfinganna sem rökuðu til sín fé á ólgutímanum eftir hrun Sovétríkjanna og á engan veginn stuðning almennings vísan.- gb Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Samfélagið er að vakna,“ sagði Mikhaíl Prokhorov, þriðji auðugasti maður Rússlands, þegar hann tilkynnti um framboð sitt til forsetakosninga í vor. Prokhorov getur, ekki síst í krafti auðæfa sinna, torveldað sigur Pútíns, sem allt fram á síðustu daga hefur þótt harla öruggur. Hann ætti að eiga auðvelt með að höfða til óánægju fólks sem hefur gagnrýnt Pútín fyrir bæði kosningasvindl og valdamisnotkun. Hann segist þó ekki ætla að byggja kosningabaráttu sína á gagnrýni á Pútín, og svaraði engu þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að taka þátt í mótmælum gegn Pútín. Pútín hefur fyrir sitt leyti fullyrt að meint kosningasvindl í þingkosningunum fyrr í mánuðinum myndi ekki breyta neinu um gildi kosninganna eða úrslit þeirra, jafnvel þótt í ljós kæmi að það hefði í raun átt sér stað. Það væri það lítið umfangs. Fjölmenn mótmæli gegn Pútín sýna hins vegar að andstæðingar hans hafa styrkst í kjölfar kosninganna og ímynd Pútíns er ekki lengur jafn örugg og áður var. Prokharov er hins vegar í hópi auðkýfinganna sem rökuðu til sín fé á ólgutímanum eftir hrun Sovétríkjanna og á engan veginn stuðning almennings vísan.- gb
Fréttir Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira