Stöðvum málið á hendur Geir Haarde Atli Heimir Sveinsson skrifar 17. desember 2011 07:00 Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hef ég dvalið í Þýskalandi og ekkert fylgst með því sem er að gerast heima á Íslandi. Ég les Der Spiegel (Spegilinn) vikulega og þannig fæ ég greinargóðar fréttir. Í Der Spiegel, (49. hefti, 5. desember 2011) er grein um ástandið á Íslandi sem nefnist Eitraðar gamlar skuldir. Er þar greint frá því að Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, sé stefnt fyrir landsdóm vegna gjörða sinna: rangra ákvarðana og hugsanlegrar vanrækslu, fyrstum stjórnmálamanna í Evrópu. Lagabókstafurinn er frá 1905, og möguleg refsing er tveggja ára fangelsi. Þetta segir Der Spiegel. Um fleira er fjallað í greininni, einstæða móður með tvö börn sem missir vinnuna og ekki getur staðið undir afborgunum af íbúð, og tekið er fram að íslensk heimili séu skuldugri en heimili í ýmsum öðrum löndum. Ekki veit ég hvort samsvarandi ákvæði um landsdóm er að finna hjá öðrum nágrannaþjóðum. Mig grunar að fyrirmyndina megi rekja til Dana. Mér finnst framkoma Alþingis í máli Geirs hneykslanleg. Að mínu mati lýsir hún: 1) íslenskri pólítík (sem er mestanpart flokkspot) 2) íslenskri lagahyggju (sem lítið hefur með réttlæti að gera) 3) hefnigirni (sem virðist hafa ráðið afgreiðslu Alþingis) Þetta þrennt er vondur kokkteill. Það er ranglátt og lítilmannlegt að gera einn mann að blóraböggli en sleppa öðrum sem voru með í ráðum. Flokkarnir hugsuðu um það eitt að redda sínum mönnum. Enginn af samstarfsmönnum Geirs þorði að taka á sig ábyrgð. Og þar er Ingibjörg Sólrún, þáverandi formaður Samfylkingarinnar, ekki undanskilin. Mér skilst að rannsóknarnefnd Alþingis, sem setti saman skýrsluna miklu, hafi talið að rétta þyrfti yfir 4 ráðherrum, 4 ráðuneytisstjórum, og 3 seðlabankastjórum. En allir voru hraðsýknaðir af Alþingi nema Geir Haarde. Þess vegna er málið á hendur honum skrípaleikur. Ég trúi lítt á harðar refsingar eða fangelsanir. Þjóð vor yrði ekki bættari þó að Geir væri stungið inn. Því vil ég að Alþingi leiðrétti gjörðir sínar, setji lög sem stöðvi málatilbúnaðinn á hendur Geir Haarde og afnemi landsdóms-paragraffana. Stjórnmálamönnum, þar á meðal Geir, á að „refsa“ með því að kjósa þá ekki aftur til trúnaðarstarfa, því þeir voru ekki starfi sínu vaxnir. Það er lýðræði. Það er hörmulegt að ekki heyrðist múkk í lögfræðingum, endurskoðendum, embættismönnum eða bankastarfsmönnum meðan á „útrásinni“ stóð, en margt vafasamt átti sér þá stað. Einhverjum mætti segja upp eða flytja til. Það þarf að rannsaka „hrunið“ betur. Finna út hvernig allt þetta gat skeð, og gera ráðstafanir til að svona lagað endurtaki sig ekki. Það verður ekki gert með því að refsa einum manni.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun