Matvælaverð aldrei hærra 6. janúar 2011 06:00 Starfsmenn kaffiframleiðanda í Níkaragva flokka kaffibaunir til útflutnings. Verð á kaffi mun líklega hækka vegna ákvörðunar stjórnvalda í Brasilíu um að takmarka útflutning til að hækka verð fyrir afurðirnar. Nordicphotos/AFP Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. Vísitala sem notuð er til að mæla breytingar á mjólkurvörum, kjöti, sykri, kornvörum og öðrum matvælum stóð að meðaltali í 214,7 stigum í desember. Vísitalan hækkaði talsvert frá mánuðinum á undan, þegar hún var að meðaltali 206 stig, segir í frétt BBC. Í júní 2008 stóð vísitalan í 213,5 stigum. Þá brutust út fjölmenn mótmæli og uppþot í kjölfar þeirra í Egyptalandi, Haítí og Kamerún vegna hækkandi matarverðs. Mótmæli og óeirðir vegna matvælaverðs voru raunar algeng á árunum 2007 til 2008. Háu hveitiverði var mótmælt á Ítalíu og Marokkóbúar mótmæltu þegar verðið á brauði hækkaði. Óstöðugt veðurfar gæti haft slæm áhrif á kornverð, sem er áhyggjuefni, segir Abdolreza Abbassian, hagfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, í samtali við BBC. Hann telur þó aðstæður nú talsvert aðrar en árið 2008, til dæmis standi framleiðsla í fátækari ríkjum heims betur en þá, sem dragi úr líkum á að fólk láti óánægju sína í ljós með jafn áþreifanlegum hætti og þá. Abbassian varar við því að verð á matvælum gæti enn hækkað. Þar geti aðstæður í mikilvægum framleiðsluríkjum haft mikil áhrif. Til dæmis geti flóðin í Ástralíu, kuldarnir í Evrópu og þurrkar í Argentínu haft neikvæð áhrif á matvælaverð. „Það er vel mögulegt að verðið hækki mikið frá því sem nú er, til dæmis ef ekki fer að rigna í Argentínu og kuldinn í Evrópu fer að drepa plöntur," sagði Abbassian í viðtali við breska blaðið The Guardian. Búist hafði verið við lækkun á heimsmarkaðsverði vegna góðrar uppskeru í mörgum af fátækari ríkjum heims. Það hefur þó ekki ræst þar sem óútreiknanlegt veður fór illa með hveitiframleiðslu í Rússlandi. Heimsmarkaðsverð á sykri og kjöti hefur aldrei verið hærra, og verð á korni, þar á meðal hveiti, er svipuð og árið 2008. Flóðin í Ástralíu eru þegar farin að hafa áhrif á verð á helstu útflutningsvörum Queensland, þess héraðs sem flóðin hafa mest áhrif á. Útflutningur þaðan er mikilvægur fyrir markaði í Asíu, sér í lagi Indland, Bangladess og Japan. Spár um sykurútflutning frá Ástralíu gera nú ráð fyrir að hann verði 25 prósentum minni en búist var við. Einnig er talið að hveitiútflutningur verði umtalsvert minni. brjann@frettabladid.is Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á mat hefur aldrei mælst hærra en í desember síðastliðnum, samkvæmt mælingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Verðið er nú hærra en það var árið 2008, þegar uppþot brutust út í nokkrum löndum vegna verðhækkana á mat. Vísitala sem notuð er til að mæla breytingar á mjólkurvörum, kjöti, sykri, kornvörum og öðrum matvælum stóð að meðaltali í 214,7 stigum í desember. Vísitalan hækkaði talsvert frá mánuðinum á undan, þegar hún var að meðaltali 206 stig, segir í frétt BBC. Í júní 2008 stóð vísitalan í 213,5 stigum. Þá brutust út fjölmenn mótmæli og uppþot í kjölfar þeirra í Egyptalandi, Haítí og Kamerún vegna hækkandi matarverðs. Mótmæli og óeirðir vegna matvælaverðs voru raunar algeng á árunum 2007 til 2008. Háu hveitiverði var mótmælt á Ítalíu og Marokkóbúar mótmæltu þegar verðið á brauði hækkaði. Óstöðugt veðurfar gæti haft slæm áhrif á kornverð, sem er áhyggjuefni, segir Abdolreza Abbassian, hagfræðingur hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ, í samtali við BBC. Hann telur þó aðstæður nú talsvert aðrar en árið 2008, til dæmis standi framleiðsla í fátækari ríkjum heims betur en þá, sem dragi úr líkum á að fólk láti óánægju sína í ljós með jafn áþreifanlegum hætti og þá. Abbassian varar við því að verð á matvælum gæti enn hækkað. Þar geti aðstæður í mikilvægum framleiðsluríkjum haft mikil áhrif. Til dæmis geti flóðin í Ástralíu, kuldarnir í Evrópu og þurrkar í Argentínu haft neikvæð áhrif á matvælaverð. „Það er vel mögulegt að verðið hækki mikið frá því sem nú er, til dæmis ef ekki fer að rigna í Argentínu og kuldinn í Evrópu fer að drepa plöntur," sagði Abbassian í viðtali við breska blaðið The Guardian. Búist hafði verið við lækkun á heimsmarkaðsverði vegna góðrar uppskeru í mörgum af fátækari ríkjum heims. Það hefur þó ekki ræst þar sem óútreiknanlegt veður fór illa með hveitiframleiðslu í Rússlandi. Heimsmarkaðsverð á sykri og kjöti hefur aldrei verið hærra, og verð á korni, þar á meðal hveiti, er svipuð og árið 2008. Flóðin í Ástralíu eru þegar farin að hafa áhrif á verð á helstu útflutningsvörum Queensland, þess héraðs sem flóðin hafa mest áhrif á. Útflutningur þaðan er mikilvægur fyrir markaði í Asíu, sér í lagi Indland, Bangladess og Japan. Spár um sykurútflutning frá Ástralíu gera nú ráð fyrir að hann verði 25 prósentum minni en búist var við. Einnig er talið að hveitiútflutningur verði umtalsvert minni. brjann@frettabladid.is
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira