Njarðvík nálægt því að vinna meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2011 21:01 Jón Ólafur Jónsson í leik með Snæfelli. Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Njarðvíkingar fóru illa að ráði sínu þegar þeir mættu Íslands- og bikarmeisturum Snæfells í Stykkishólmi í Iceland Express-deild karla kvöld, 92-91. Njarðvík var með sjö stiga foruystu, 89-82, þegar þrjár og hálf mínúta var til leiksloka. En Snæfellingar skoruðu tíu stig í röð og náðu þriggja stiga forystu. Lárus Jónsson náði að klóra í bakkann með tveggja stiga körfu þegar tvær sekúndur voru eftir en nær komust gestirnir úr Njarðvík ekki. Staðan í hálfleik var 47-46, Snæfelli í við og var jafnræði með liðunum allan leikinn. Jón Ólafur Jónsson fór á kostum í liði heimamanna og skoraði 32 stig og tók þrettán fráköst. Pálmi Freyr Sigurgeirsson kom næstur með 22. Christopher Smith var stigahæstur hjá Njarðvíkingum með 30 stig en Friðrik Stefánsson skoraði fjórtán. Sigurður Ingimundarson hætti sem þjálfari Njarðvíkur fyrr í mánuðinum og Magnús Þór Gunnarsson skipti yfir í Keflavík stuttu síðar. Einar Árni Jóhannsson og Friðrik Ragnarsson tóku við þjálfun liðsins og tapaði það fyrir ÍR á heimavelli í fyrsta leik þeirra um síðustu helgi. Njarðvík vann Snæfell í þriðju umferð deildarinnar í haust og hefur síðan þá aðeins unnið tvo deildarleiki af ellefu. Snæfell endurheimti með sigrinum toppsæti deildarinnar og er með 24 stig, rétt eins og Keflavík. Njarðvík er í næstneðsta sæti með átta stig.Fjölnir lagði Hamar Fjölnir gerði góða ferð til Hveragerðis og vann Hamar, 80-73. Hamarsmenn byrjuðu betur og voru með góða forystu eftir fyrri hálfleik, 43-32. En Fjölnismenn sneru leiknum sér í vil með því að skora 29 stig gegn þrettán í þriðja leikhluta. Fjölnismenn náðu svo að halda forystunni allt til loka þó svo að heimamenn hafi aldrei verið langt undan. Brandon Springer skoraði 29 stig fyrir Fjölni og tók átján fráköst. Magni Hafsteinsson kom næstur með 21 stig. Hjá Hamri var Darri Hilmarsson stigahæstur með sautján stig en Ellert Arnarson skoraði fimmtán.Sigur hjá ÍR gegn KFÍ ÍR vann KFÍ, 92-82, og fylgdi þar með eftir góðum sigri á Njarðvík um síðustu helgi. Liðið er nú komið upp að hlið Hamars og Fjölnis í 8.-10. sæti deildarinnar með tíu stig. ÍR-ingar tóku frumkvæðið í leiknum snemma í leiknum og héltu því allt til leiksloka. Staðan í hálfleik var 47-42. Nemanja Sovic skoraði 27 stig fyrir ÍR og James Bartolotta sextán. Hjá KFÍ voru Darco Milosevic og Craig Schoen stigahæstir með sextán stig hvor. KFÍ er enn í botnsæti deildarinnar með fjögur stig.Úrslitin í kvöldHamar-Fjölnir 73-80 (22-18, 21-14, 13-29, 17-19)Hamar: Darri Hilmarsson 17/6 fráköst, Ellert Arnarson 15, Kjartan Kárason 11, Andre Dabney 10/4 fráköst, Nerijus Taraskus 9, Svavar Páll Pálsson 5/14 fráköst, Snorri Þorvaldsson 4, Ragnar Á. Nathanaelsson 2/9 fráköst.Fjölnir: Brandon Ja Juan Springer 29/18 fráköst, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/6 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Sverrisson 6/5 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 3, Sindri Kárason 2, Arnþór Freyr Guðmundsson 2, Sigurður Þórarinsson 2.Snæfell-Njarðvík 92-91 (25-18, 22-26, 15-19, 30-28)Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 32/13 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 22/6 stoðsendingar, Sean Burton 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 12, Sveinn Arnar Davíðsson 6/12 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 6/5 fráköst.Njarðvík: Christopher Smith 30/7 fráköst/3 varin skot, Friðrik E. Stefánsson 14/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 12, Egill Jónasson 11, Jóhann Árni Ólafsson 7/10 fráköst, Páll Kristinsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 4, Lárus Jónsson 3/6 fráköst/8 stoðsendingar, Kristján Rúnar Sigurðsson 2, Óli Ragnar Alexandersson 2.ÍR-KFÍ 92-82 (27-23, 20-19, 18-21, 27-19)ÍR: Nemanja Sovic 27/6 fráköst, Kelly Biedler 16/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, James Bartolotta 16, Eiríkur Önundarson 13, Hjalti Friðriksson 10, Sveinbjörn Claesson 6, Níels Dungal 4.KFÍ: Darco Milosevic 16/8 fráköst, Craig Schoen 16/4 fráköst, Marco Milicevic 15/5 stoðsendingar, Richard McNutt 13/7 fráköst, Nebojsa Knezevic 12/5 fráköst, Ari Gylfason 6, Carl Josey 4.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira