Forseti Rússlands fær nýtt leikfang 4. febrúar 2011 07:19 Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir. Um er að ræða snekkjuna Leo Fun sem áður var í eigu ítalsks viðskiptamanns. Um leið og snekkjan kemur í rússneska höfn verður nafni hennar breytt í hið virðingarmeira nafn Sirius. Verðmiðinn á þessari snekkju hljóðaði upp á hátt í fimm milljarða króna, að því er segir í börsen. Sirius er nær sextíu metrar að lengd og um borð er pláss fyrir 12 gesti í sex svítum. Áhafnarmeðlimir eru tólf talsins. Meðal þess sem má finna um borð er freyðibað, tilbúinn foss og stór kvikmyndasalur. Sirius getur náð 18 hnúta hraða og vélarafl hennar er um 3.800 hestöfl. Hún getur siglt yfir 9.000 kílómetra án þess að þurfa að bæta á tankinn. Rússneskur almenningur fær fyrst að berja þessa forsetasnekkju augum árið 2014 en þá leggur hún upp í hafnarborginni Sochi við Svartahaf í tengslum við olympíuleikanna það ár. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Dimitry Medevdev forseti Rússlands hefur fengið nýtt leikfang. Um er að ræða lúxussnekkju sem gefur þeim bestu í heiminum lítt eftir. Um er að ræða snekkjuna Leo Fun sem áður var í eigu ítalsks viðskiptamanns. Um leið og snekkjan kemur í rússneska höfn verður nafni hennar breytt í hið virðingarmeira nafn Sirius. Verðmiðinn á þessari snekkju hljóðaði upp á hátt í fimm milljarða króna, að því er segir í börsen. Sirius er nær sextíu metrar að lengd og um borð er pláss fyrir 12 gesti í sex svítum. Áhafnarmeðlimir eru tólf talsins. Meðal þess sem má finna um borð er freyðibað, tilbúinn foss og stór kvikmyndasalur. Sirius getur náð 18 hnúta hraða og vélarafl hennar er um 3.800 hestöfl. Hún getur siglt yfir 9.000 kílómetra án þess að þurfa að bæta á tankinn. Rússneskur almenningur fær fyrst að berja þessa forsetasnekkju augum árið 2014 en þá leggur hún upp í hafnarborginni Sochi við Svartahaf í tengslum við olympíuleikanna það ár.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira