Eignarhald ATP ógnar framtíð FIH bankans 17. janúar 2011 08:10 Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Matsfyrirtækið Moody´s segir í nýju áliti að lánshæfiseinkunn FIH bankans hafi verið sett á neikvæðar horfur. Ástæðan er eignarhald ATP, stærsta lífeyrissjóðs Danmerkur, eða raunar að engin lög séu enn til staðar sem heimili ATP að veita FIH bein fjárframlög ef illa fari í rekstri bankans. Ítarlega er fjallað um málið í viðskiptablaðinu Börsen í dag. Eins og kunnugt er af fréttum seldi skilaefnd Kaupþings og Seðlabankinn FIH í vetur. Kaupendur voru hópur lífeyrissjóða þar á meðal ATP sem fer nú með 49,99% hlut sem er hámarkið sem lög leyfa. Í Börsen segir að Moody´s hafi áhyggjur af vilja, og ekki hvað síst getu, ATP að koma bankanum til aðstoðar í náinni framtíð. FIH gaf út skuldabréf, með ríkisábyrgð, upp á 50 milljarða danskra kr. eða yfir 1.000 milljarða kr. samkvæmt bankpakke II sem var sérleg aðstoð danska ríkisins við banka landsins í fjármálakreppunni. Ríkisábyrgðin á þessum 50 milljörðum danskra kr. rennur út árið 2013 og þá þarf FIH að leita á alþjóðlega fjármálamarkaði til að fá þessa upphæð endurfjármagnaða. Slíkt getur orðið verulega erfitt enda er lánshæfiseinkunn FIH nú í Baa3 hvað varðar langtímaskuldir. Til stendur að leggja fram lagafrumvarp á danska þinginu sem gerir ATP kleyft að eiga og reka banka. Moody´s telur að þessi fyrirhuguðu lög séu nauðsynleg til að ATP geti komið FIH til aðstoðar ef illa fer í framtíðinni. Meðan þessi staða er óljós verður lánshæfi FIH áfram á neikvæðum horfum.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira