Nýríkir Kínvejar eru óðir í Porsche bíla og selur bílaframframleiðandinn fleiri bíla í Kína en nokkru sinni fyrr.
Samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.no seldi Porsche tæplega 15.000 bíla í Kína í fyrra sem er 63% aukning frá árinu áður.
Bernhard Maier sölustjóri Porsch í Þýskalandi segir að framleiðandinn sé í einstakri stöðu til að vaxa og dafna í Kína.
Á þessu ári ætlar Porsch að þrefalda fjölda sölumanna sinna í Kína.