Hagvöxtur í Þýskalandi sá mesti síðan 1990 12. janúar 2011 11:46 Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu. Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðatölum Þýsku hagstofunnar óx þýska hagkerfið um 3,6% á síðasta ári sem jafnframt er mesti hagvöxtur sem sést hefur á einu ári frá því að Austur- og Vestur Þýskaland voru sameinuð árið 1990. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að Þýskaland virðist því hafa náð sér ágætlega á strik eftir hremmingar fjármálakreppunnar, en hagkerfið dróst saman um 4,7% árið 2009 sem var jafnframt dýpsta dýfa sem þýska hagkerfið hefur tekið í meira en hálfa öld. Núna hefur metvöxtur hinsvegar tekið við af samdrætti. Er um að ræða mun meiri vöxt heldur en búist hafði verið við og mun meiri vöxt en búist er við á evrusvæðinu en OECD áætlar að hagvöxtur á evrusvæðinu reynist 1,7% á árinu 2010. Samkvæmt tilkynningu Þýsku hagstofunnar náði efnahagsbatinn sér á strik síðastliðið sumar. Batinn á rætur sínar að rekja til aukningar í innlendri eftirspurn sem var umfram væntingar Á móti kemur að fjárfestingar í nýbyggingum taka ekki eins vel við sér og búist hafði verið við en engu að síður er um að ræða aukningu fjármunamyndunar í heild frá fyrra ári um 2,8%. Þá lögðu utanríkisviðskipti einnig til talsverðan hluta hagvaxtar í landinu í fyrra eins og búist hafði verið við, og nam framlag þeirra til vaxtar 1,1% á tímabilinu. Þannig jókst útflutningur um 14,2% milli ára en innflutningur óx um 13% að raungildi á sama tíma. Búast má við að fá ríki á evrusvæðinu muni hafa vaxið jafn mikið og hagkerfi Þýskalands á síðasta ári. Þannig er OECD að áætla mun minni vöxt í öðrum evruríkjum. Samkvæmt spá OECD var vöxtur 1,6% í Frakklandi og 1% á Ítalíu á síðasta ári. Hagkerfi Grikklands, Spánar og Írlands drógust hinsvegar saman á síðasta ári samkvæmt spá OECD sem varla kemur nokkrum manni á óvart í ljósi þeirra vandræða sem verið hafa í þessum löndum á árinu.
Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira