Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna.
Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem unnin var fyrir viðskiptablaðið börsen og náði til 760 forstjóra danskra fyrirtækja. Könnunin sýnir að 55% forstjóranna vilja halda í dönsku krónuna en 45% vilja taka upp evruna.
Frá því að kannanir sem þessar hófust fyrir áratug síðan hefur meirihluti danskra forstjóra ætíð viljað taka upp evruna þar til nú.
Börsen segir að skuldakreppan sem ríkir á evrusvæðinu hafi greinilega áhrif á skoðanir forstjóranna.
Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn

Mest lesið


Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent

Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld
Viðskipti innlent

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent

Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent