Sjö ákærðir í innherjamáli á Wall Street 19. janúar 2012 01:01 Embætti saksóknara á Manhattan hefur ákært sjö einstaklinga vegna innherjasvika. Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan handtók í dag sjö menn sem grunaðir eru um innherjasvik. Handtökurnar fóru fram í New York, Boston og Los Angeles. Allir hafa þeir nú verið ákærðir, en þeir eru grunaðir um að hafa hagnast um 62 milljónir dollara, eða um átta milljarða króna, að því er fjölmiðlar hafa greint frá. Samkvæmt fréttum The New York Times og Wall Street Journal, sem sagði fyrst frá málinu, hefur rannsókn málsins staðið yfir lengi og byggja ákærunar á því að þessir sjö menn, sem flestir tengjast vogunarsjóðum og eignastýringarfyrirtækjum, hafi nýtt sér upplýsingar sem ekki voru öðru aðgengilegar til þess að hagnast á viðskiptum með hlutabréf í tölvufyrirtækinu Dell og fleiri félögum. Einn þeirra sem hefur verið ákærður var Anthony Charrison, einn stofnenda eignastýringarfyrirtækisins Level Group, en hann er þekktur maður á meðal fjárfesta í Bandaríkjunum. Hann gaf sig fram við lögreglu eftir að fulltrúar frá FBI gripu í tómt á heimili hans á Manhattan. Þá voru Tedd Newman, fyrrum miðlari hjá Diamondback í Boston, Jon Horvath starfsmaður Sigma Capital Management og Danny Kuo, fyrrum millistjórnandi hjá JP Morgan Chase, Merril Lynch og Bear Sterns, á meðal þeirra sem voru handteknir. Embætti saksóknara á Manhattan í New York, sem Preet S. Bharara stýrir, hefur unnið 50 innherjamál á síðustu tveimur árum, að því er fram kemur í frétt New York Times um málið. Ákærumeðferð í málinu er á borði þessa saksóknaraembættis.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira