Tveir fjárfestingarsjóðir, Bain Capital og BC Partners, eru eftir í baráttunni um kaupin á Iceland Foods verslunarkeðjunni.
Verslunarkeðjan Morrison er að vísu einnig í hópnum en komnar eru upp efasemdir um að Morrison geti keypt Iceland vegna samkeppnissjónarmiða.
Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Skila á lokatilboðum inn í Iceland fyrir lok þessa mánaðar. Eins og fram hefur komið í fréttum vilja skilanefndir Landsbankans og Glitnis fá 1,5 milljarða punda fyrir Iceland.
Í fréttinni segir að fjárfestingarsjóðurinn TPG Capital hafi áhuga á að koma aftur inn í hópinn og þá í samvinnu við Malcolm Walker forstjóra Iceland. Walker hefur möguleika á að jafna og ganga inn í hæsta tilboð sem kemur í Iceland.
Tveir sjóðir berjast um Iceland, efasemdir um Morrison

Mest lesið

Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta
Viðskipti innlent

Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“
Viðskipti innlent




Greiðsluáskorun
Samstarf

Sjóvá tapar hálfum milljarði
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent