Ölgerðin upplýsti heilbrigðiseftirlitið um kaupendur 14. janúar 2012 17:29 Ölgerðin Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt. Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Ölgerðin hefur upplýst Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur um kaupendur að iðnaðarsalti, sem fyrirtækið seldi til matvælaframleiðslu, þrjá mánuði aftur í tímann samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Ekki er vitað hvort neytendur verði upplýstir um það hverjir keyptu saltið. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, krafðist þess í dag að neytendur yrðu upplýstir um það hvaða vörur það væru sem innihéldu saltið, sem Ölgerðin hefur selt síðastliðin þrettán ár. Á síðasta ári keyptu 91 fyrirtæki saltið af Ölgerðinni. Þar á meðal stórir matvælaframleiðendur. Samkvæmt upplýsingum sem Ölgerðin sendi á fréttastofu, er Saltið ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er því fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna samkvæmt tilkynningu frá Ölgerðinni. Saltið er grófara en það sem er vottað. Í tilkynningu frá Ölgerðinni segir orðrétt: „Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985)." Þess má geta að eftirlit með iðnaðarsalti er ekki það sama og með matvælasalti, eins og fram kom í frétt RÚV í gærkvöldi, þegar rætt var við Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu Ölgerðarinnar í heild sinni: Komið hefur í ljós að salt frá Akzo Nobel (áður Dansk Salt) sem Ölgerðin, og þar áður Danól og VB umboðið, hafa flutt inn í áraraðir og dreift til matvælafyrirtækja, uppfyllir ekki staðla sem krafa er gerð um til hráefnis í matvælaframleiðslu. Saltið er ekki stimplað sem matvælasalt (food grade). Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og matvælasalts. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ekki stimplað sem matvælasalt þá stenst það allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). Ölgerðin hefur tekið fyrir dreifingu á þessu salti til fyrirtækja í matvælaiðnaði. Viðskiptavinum hefur verið sent bréf til að upplýsa þá um málið og til að tryggja enn frekar upplýsingagjöfina er verið að fylgja hverju bréfi eftir með símtali frá Ölgerðinni. Viðskiptavinum hefur verið boðið að skipta út sínum birgðum af salti. Staðreyndir um saltið · Saltið er ekki hættulegt heilsu manna, enda er innihald þess í raun það sama og salt sem er vottað food grade. Þetta er fyrst og fremst spurning um vottaða staðla við framleiðsluna. · Iðnaðarsaltið er frá sama framleiðanda og matvælasaltið - og framleitt með sama hætti. Saltið er unnið í Danmörku, í þar sem eingöngu er framleitt salt. · Iðnaðarsaltið er ekki eins fínkornótt og matvælasalt, en kornastærðin hefur engin áhrif á gæði eða efnainnihald. · Innihaldsmunur á þessum saltvörum er í raun enginn - og þótt tilgreint salt sé ætlað til iðnaðar þá stenst innihaldslýsing þess allar alþjóðlegar viðmiðanir um innihald matvælasalts (Food grade salt level according to Codex Alimentarius Standard 150-1985). · Munurinn á vottaðri og óvottaðri vöru er helst fólginn í eftirliti og stöðlum við framleiðslu, geymslu og flutning vörunnar. · Danski framleiðandinn ábyrgist að daglegt eftirlit sé með verksmiðjunni og saltinu til að tryggja að efnainnihald og ástand vörunnar sé alltaf í samræmi við innihaldslýsingu. · Framleiðandinn ábyrgist að verksmiðjan sé laus við alla ofnæmisvaka. · Hráefnið í saltvinnsluna og saltið sjálft á mismunandi stigum framleiðslunnar er ávallt geymd í sílóum sem eingöngu eru notaðar fyrir salt.
Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Tengdar fréttir Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Sjá meira
Segir viðbrögð Matvælastofnunar vegna iðnaðarsalts forkastanleg "Matvælastofnun þarf að skoða sín mál betur,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, sem gagnrýnir Matvælastofnun harðlega fyrir viðbrögð sín vegna frétta um að Ölgerðin hafi selt fyrirtækjum iðnaðarsalt til matvælaframleiðslu. 14. janúar 2012 14:07