Millibankamarkaðir enn frostnir 28. janúar 2012 01:06 Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir í Evrópu komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Víða sé enn „frost" á mörkuðum, þ.e. að bankar séu ekki að lána öðrum bönkum. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Draghi sagði að þrátt fyrir mestu lánveitingar til banka sem evrópski seðlabankinn hefur nokkru sinni ráðist í þá hafa markaðsaðstæður ekki breyst mikið. Vitnaði Draghi til þess að í desember sl. lánaði bankinn fjármálastofnunum um alla Evrópu 489 milljarða evra til þess að koma í veg fyrir að alvarlegar aðstæður sköpuðust á markaði og til þess að liðka fyrir lánveitingum til skuldugra þjóðríkja. Draghi sagði enn fremur að seðlabanki Evrópu hefði komið í veg fyrir gríðarleg vandamál með lánveitingum sínum. En það væru ekki öll kurl komin til grafar enn. Mikilvægt væri að standa skipulega að nauðsynlegum breytingum sem markaðsaðilar tryðu á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að enn sé langt þangað til fjármagnsmarkaðir í Evrópu komist í það sem talist geti eðlilegt ástand. Víða sé enn „frost" á mörkuðum, þ.e. að bankar séu ekki að lána öðrum bönkum. Þetta kom fram í erindi sem Draghi hélt á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) í Davos í Sviss. Draghi sagði að þrátt fyrir mestu lánveitingar til banka sem evrópski seðlabankinn hefur nokkru sinni ráðist í þá hafa markaðsaðstæður ekki breyst mikið. Vitnaði Draghi til þess að í desember sl. lánaði bankinn fjármálastofnunum um alla Evrópu 489 milljarða evra til þess að koma í veg fyrir að alvarlegar aðstæður sköpuðust á markaði og til þess að liðka fyrir lánveitingum til skuldugra þjóðríkja. Draghi sagði enn fremur að seðlabanki Evrópu hefði komið í veg fyrir gríðarleg vandamál með lánveitingum sínum. En það væru ekki öll kurl komin til grafar enn. Mikilvægt væri að standa skipulega að nauðsynlegum breytingum sem markaðsaðilar tryðu á, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira