Kröfuhafar vilja raunhæfa áætlun Grikkja 26. janúar 2012 12:14 Gríkkland hefur verið í djúpstæðum efnahagsvanda í langan tíma. Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Á undanförnum vikum hafa viðræðurnar gengið upp að ofan, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. Stjórnvöld í Grikklandi eru sökuð um að vera ekki raunhæf í áætlunum sínum, þegar kemur að endurskipulagningu ríkisfjármála. Ríkisfjármálaáætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið að með stjórnvöldum í Grikklandi, er ekki talin hafa skilað nægilega miklum árangri til þessa. Einkum er það sala á eignum sem gengið hefur erfiðlega, en hún átti að skila liðlega 65 milljörðum evra í kassa ríkisins. Það hefur ekki gengið eftir. Hinn 20. mars nk. falla skuldir upp á 14,4 milljarða evra á gjalddaga. Nær útilokað þykir að Grikkland geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum vöxtum, nema að Seðlabanki Evrópu komi landinu til bjargar. Fjármálastofnanir sem eiga kröfur á landið vilja að stjórnvöld í Grikklandi geri nýja áætlun, þar sem gengið er útfrá því að að stór hluti skulda ríkisins sé afskrifaður. Annað sé óraunhæft og auki á óvissuna á evrusvæðinu. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnvöld í Grikklandi freista þess enn að ná samkomulagi við kröfuhafa sína, en skuldir ríkisins eru almennt álitnar það íþyngjandi fyrir rekstur ríksins, að óhjákvæmilegt sé að afskrifa stóran hluta skuldanna. Þetta kemur fram á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Á undanförnum vikum hafa viðræðurnar gengið upp að ofan, að því er greint er frá á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. Stjórnvöld í Grikklandi eru sökuð um að vera ekki raunhæf í áætlunum sínum, þegar kemur að endurskipulagningu ríkisfjármála. Ríkisfjármálaáætlun sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafa unnið að með stjórnvöldum í Grikklandi, er ekki talin hafa skilað nægilega miklum árangri til þessa. Einkum er það sala á eignum sem gengið hefur erfiðlega, en hún átti að skila liðlega 65 milljörðum evra í kassa ríkisins. Það hefur ekki gengið eftir. Hinn 20. mars nk. falla skuldir upp á 14,4 milljarða evra á gjalddaga. Nær útilokað þykir að Grikkland geti endurfjármagnað skuldir sínar á nægilega góðum vöxtum, nema að Seðlabanki Evrópu komi landinu til bjargar. Fjármálastofnanir sem eiga kröfur á landið vilja að stjórnvöld í Grikklandi geri nýja áætlun, þar sem gengið er útfrá því að að stór hluti skulda ríkisins sé afskrifaður. Annað sé óraunhæft og auki á óvissuna á evrusvæðinu.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira