Breska olíufyrirtækið Ophir, sem sérhæfir sig í olíuleit undan ströndum Afríku, hefur samið við borfyrirtækið Ocean Rig um leigu á borpallinum Eirik Raude, eða Eiríki rauða, í 60 daga borverkefni í landgrunni Miðbaugs-Gíneu fyrir 52 milljónir dollara. Sérfræðingar áætla að þegar búið sé að draga frá 10 milljónir dollara í kostnað í undirbúning og við að flytja borpallinn á svæðið reiknist dagtaxtinn vera 700 þúsund dollarar. Það samsvarar tæplega 90 milljónum króna í leigugjald á hvern bordag.
Norska vefritið Offshore.no, sem fjallað hefur um mikla ásókn í borpalla um þessar mundir, segir að þessi borsamningur eigi heima í sögubókum enda sé hann heimsmet. Fyrra met í leigu fyrir borpall sé frá árinu 2008 þegar ExxonMobil greiddi 650 þúsund dollara daggjald fyrir borpallinn Deepwater Champion.
Borpallurinn Eirik Raude er systurpallur Leiv Eiriksson, eða Leifs Eiríkssonar, en þeir heita eftir íslensku feðgunum sem fundu Grænland og síðar Vínland og meginland Ameríku. Svo skemmtilega vill til að Leiv Eiriksson var síðastliðið sumar við boranir undan vesturströnd Grænlands á vegum skoska félagsins Cairn. Borpallurinn Leifur hafði reyndar ekki heppnina með sér að þessu sinni því leitin skilaði ekki tilætluðum árangri.
Eiríkur rauði verður tekjuhæsti borpallur heims

Mest lesið

Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent
Viðskipti innlent

Ráðinn forstjóri Arctic Fish
Viðskipti innlent

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent


Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent