Slaki í Evrópu dregur hagvöxtinn niður 24. janúar 2012 16:20 Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, hefur hvatt stjórnmálamenn til þess að bregðast við alvarlegri stöðu efnahagsmála með tafarlausum aðgerðum til þess að efla hagvöxt. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína og spáir því nú að árið 2012 verði örlítið verra í efnahagslegu tilliti en fyrri spá gerði ráð fyrir. Meðaltalshagvöxtur verður 3,3 prósent samanborið við tæplega fjögur prósent miðað í fyrri spá. Að því er fram kemur í spánni, sem birt er á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er það einkum slaki í hagkerfum Evrópu sem veldur þessara lækkun frá fyrri spá. Gert er ráð fyrir hagvöxtur verði undir eitt prósent. Í stærstu hagkerfum Evrópu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Ítalíu er gert ráð fyrir að hagvöxturinn verði á bilinu 0 til 0,6%. Nokkur óvissa er um stöðu mála á Ítalíu, en miklar skuldir hins opinbera þar í landi, bæði ríkis og sveitarfélaga, eru mikið áhyggjuefni. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði tæplega 2 prósent. Líkt og síðustu ár verður það mikill hagvöxtur í Asíu sem dregur vagninn ef þannig má að orði komast. Í Kína og Indlandi, fjölmennustu ríkjum heimsins, verður hagvöxturinn á bilinu átt til 10 prósent. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur endurskoðað hagvaxtarspá sína og spáir því nú að árið 2012 verði örlítið verra í efnahagslegu tilliti en fyrri spá gerði ráð fyrir. Meðaltalshagvöxtur verður 3,3 prósent samanborið við tæplega fjögur prósent miðað í fyrri spá. Að því er fram kemur í spánni, sem birt er á vef Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er það einkum slaki í hagkerfum Evrópu sem veldur þessara lækkun frá fyrri spá. Gert er ráð fyrir hagvöxtur verði undir eitt prósent. Í stærstu hagkerfum Evrópu, Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi og Ítalíu er gert ráð fyrir að hagvöxturinn verði á bilinu 0 til 0,6%. Nokkur óvissa er um stöðu mála á Ítalíu, en miklar skuldir hins opinbera þar í landi, bæði ríkis og sveitarfélaga, eru mikið áhyggjuefni. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur í Bandaríkjunum verði tæplega 2 prósent. Líkt og síðustu ár verður það mikill hagvöxtur í Asíu sem dregur vagninn ef þannig má að orði komast. Í Kína og Indlandi, fjölmennustu ríkjum heimsins, verður hagvöxturinn á bilinu átt til 10 prósent.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira