Kína reiðir sig 175,6% á Bandaríkin Magnús Halldórsson skrifar 23. janúar 2012 01:39 Kína er framleiðslustórveldi. Í Kína er mikill framleitt af vörum fyrir alþjóðamarkaði, ekki síst Bandaríkjamarkað. Hér sjást starfsmenn við fatnaðarframleiðslu. Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður. Í pistli sem hann skrifar í nýjasta rit Forbes, og birtur er á vefsíðu tímaritsins, segir að jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína í fyrra hafi í heild verið 155,1 milljarður dollara, eða ríflega 19 þúsund milljarða króna. Chang segir að samkvæmt opinberum tölum Kína og Bandaríkjanna þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína gagnvart Bandaríkjunum á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra 253,4 milljarðar dollara, eða sem nemur 175,6 prósent af heildar jákvæðum vöruskiptajöfnuði landsins í fyrra. Spár benda til þess að jákvæð vöruskipti Kínverja gagnvart Bandaríkjunum fari yfir 300 milljarða dollara á næsta ári eða sem nemur ríflega 37 þúsund milljörðum króna. Viðskiptaleg tengsl Kína og Bandaríkjanna hafa aukist hratt á síðustu árum, en Kínverjar eiga ríflega fjórðung af þjóðarskuldbindingum bandaríska ríkisins. Sjá má pistil Chang hér. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gordon Chang, sérfræðingur viðskiptatímaritsins Forbes í málefnum Kína og Asíu, segir að nýjustu tölur um vöruskiptajöfnuð Kína sýna að samband landsins við Bandaríkin sé að verða enn nánara en áður. Í pistli sem hann skrifar í nýjasta rit Forbes, og birtur er á vefsíðu tímaritsins, segir að jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína í fyrra hafi í heild verið 155,1 milljarður dollara, eða ríflega 19 þúsund milljarða króna. Chang segir að samkvæmt opinberum tölum Kína og Bandaríkjanna þá sé jákvæður vöruskiptajöfnuður Kína gagnvart Bandaríkjunum á fyrstu ellefu mánuðum ársins í fyrra 253,4 milljarðar dollara, eða sem nemur 175,6 prósent af heildar jákvæðum vöruskiptajöfnuði landsins í fyrra. Spár benda til þess að jákvæð vöruskipti Kínverja gagnvart Bandaríkjunum fari yfir 300 milljarða dollara á næsta ári eða sem nemur ríflega 37 þúsund milljörðum króna. Viðskiptaleg tengsl Kína og Bandaríkjanna hafa aukist hratt á síðustu árum, en Kínverjar eiga ríflega fjórðung af þjóðarskuldbindingum bandaríska ríkisins. Sjá má pistil Chang hér.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira