Einn þingmaður tók Warren Buffett á orðinu 20. janúar 2012 07:06 Ofurfjárfesturinn Warren Buffett skoraði nýlega á þingmenn Repúblikanaflokksins að gefa hluta af launum sínum í ríkissjóð til að styrkja afleita stöðu sjóðsins. Buffett myndi leggja fram sömu upphæð sjálfur. Einn þeirra tók Buffett strax á orðinu. Fjallað er um málið á CNNMoney. Þar segir að sá sem brást strax við áskorun Buffett var Scott Rigell fulltrúadeildarþingmaður frá Virginíu. Hann hefur ákveðið að láta 15% af launum sínum á síðasta ári og þessu ári renna beint í ríkissjóð. Nemur upphæðin um 23.000 dollara hvort árið. Um leið og þetta lá ljóst fyrir skrifaði Buffett þessum þingmanni bréf þar sem segir að hann muni greiða sömu upphæðir á móti í sjóðinn. Jafnframt lýsir Buffett yfir mikilli ánægju með að Rigell skuli hafa tekið hann á orðinu. Í þessu sambandi er rifjuð upp saga af Howard, föður Buffett, en hann sat þrjú kjörtímabil sem þingmaður Repúblikana í fulltrúadeildinni á fimmta áratug síðustu aldar. Hann varð þekktur þegar þingmenn samþykktu að hækka árslaun sín um 2.500 dollara. Howard neitaði að taka við þessari hækkun og sagði það ósæmandi að þingmenn væru að hækka eigin laun. Það fylgir sögunni að Rigell er eini þingmaðurinn sem tekið hefur áskorun Buffetts. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ofurfjárfesturinn Warren Buffett skoraði nýlega á þingmenn Repúblikanaflokksins að gefa hluta af launum sínum í ríkissjóð til að styrkja afleita stöðu sjóðsins. Buffett myndi leggja fram sömu upphæð sjálfur. Einn þeirra tók Buffett strax á orðinu. Fjallað er um málið á CNNMoney. Þar segir að sá sem brást strax við áskorun Buffett var Scott Rigell fulltrúadeildarþingmaður frá Virginíu. Hann hefur ákveðið að láta 15% af launum sínum á síðasta ári og þessu ári renna beint í ríkissjóð. Nemur upphæðin um 23.000 dollara hvort árið. Um leið og þetta lá ljóst fyrir skrifaði Buffett þessum þingmanni bréf þar sem segir að hann muni greiða sömu upphæðir á móti í sjóðinn. Jafnframt lýsir Buffett yfir mikilli ánægju með að Rigell skuli hafa tekið hann á orðinu. Í þessu sambandi er rifjuð upp saga af Howard, föður Buffett, en hann sat þrjú kjörtímabil sem þingmaður Repúblikana í fulltrúadeildinni á fimmta áratug síðustu aldar. Hann varð þekktur þegar þingmenn samþykktu að hækka árslaun sín um 2.500 dollara. Howard neitaði að taka við þessari hækkun og sagði það ósæmandi að þingmenn væru að hækka eigin laun. Það fylgir sögunni að Rigell er eini þingmaðurinn sem tekið hefur áskorun Buffetts.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira