Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - KFÍ 90-77 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 5. febrúar 2012 19:46 Mynd/Hjalti Vignisson Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur. KFÍ hefur gert lítið að því að tapa körfuboltaleikjum í vetur, liðið hefur sigrað fjórtán af fimmtán leikjum sínum í 1. deildinni og mætti fullt sjálfstrausts gegn liði Keflavíkur sem er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar. Keflavík náði þó frumkvæðinu snemma í fyrsta leikhluta og var fimm stigum yfir að honum loknum 24-19. Keflavík hóf annan leikhluta með 11-2 sprett og var komið fjórtán stigum yfir 35-21 og þá var ekki aftur snúið. Enn munaði fjórtán stigum þegar flautað var til hálfleiks 49-35. Leikmenn KFÍ verða ekki sakaðir um að gefast upp. Liðið barðist af krafti og náði 8-0 kafla um miðbik þriðja leikhluta þar sem Ísfirðingar minnkuðu muninn í 53-45. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur tók þá leikhlé sem leikmenn hann brugðust við með sínum eigin 8-0 sprett og forystu Keflavíkur því aftur þægileg, 61-45. Enn munaði fjórtán stigum á liðunum að loknum þriðja leikhluta 71-57. Fjórði leikhluti einkenndist af því að úrslitin voru svo gott sem ráðin. KFÍ náði ekki að setja pressu á Keflavík og þrátt fyrir að berjast fyrir hverjum bolta hafði Keflavík lítið fyrir því að halda fengnum hlut. Magnús Gunnarsson var atkvæðamestur Keflvíkinga með 25 stig, Charles Parker skoraði 20 og Jarryd Cole skoraði 14 auk þess að hirða 17 fráköst. Christopher Miller-Williams skoraði 24 stig fyrir KFÍ og tók 11 fráköst, Ari Gylfason skoraði 13 og Edin Suljic 12.Keflavík-KFÍ 90-77 (24-19, 25-16, 22-22, 19-20)Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/6 fráköst, Charles Michael Parker 20/6 fráköst, Jarryd Cole 14/17 fráköst, Valur Orri Valsson 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 10, Kristoffer Douse 3, Gunnar H. Stefánsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2.KFÍ: Christopher Miller-Williams 24/11 fráköst, Ari Gylfason 13/5 fráköst, Edin Suljic 12/6 fráköst, Kristján Andrésson 10/5 fráköst, Craig Schoen 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jón H. Baldvinsson 7/7 fráköst, Hlynur Hreinsson 2. Magnús: Vinnum alla ef við hlustum á þjálfarann"KFÍ hlýtur að vera með mjög gott lið þar sem þeir eru komnir í undanúrslit bikars og við þurftum að hafa fyrir þessu en sigur er sigur," sagði Magnús Þór Gunnarsson stigahæsti leikmaður Keflavíkur í kvöld. "Við vorum að bíða eftir þessum sprett sem kom í byrjun annars leikhluta. Við vissum að við værum með töluvert betra lið, með fullri virðingu fyrir þeim og vorum kannski værukærir í byrjun. Við héldum kannski að þetta kæmi að sjálfu sér þar sem þeir eru í 1. deild en þeir eru með hörkulið og við þurftum að hafa fyrir þessu en eftir að við slitum þá frá okkur þá var ekki aftur snúið." "Þeir börðust eins og þeir gátu og við vorum ekki eins tilbúnir og við ætluðum okkur að vera en ég er mjög ánægður með að við erum komnir í höllina, það er langt síðan það hefur gerst," sagði Magnús sem sagði Sigurð þjálfara ekki hafa þurft að lesa yfir liðinu eftir 8-0 sprett KFÍ í þriðja leikhluta. "Þegar hann tekur leikhléið þá vissum við að við vorum að gera rangt og hann þurfti ekkert að lesa yfir okkur heldur segja okkur hvað við þyrftum að gera og við gerum það og svörum góðum sprett þeirra. Ef við hlustum á þjálfarann þá vinnum við hvaða lið sem er, við þurfum bara að gera það," sagði Magnús. "Við ætluðum að gefa meira í í fjórða leikhluta en við fórum frekar í að verja forskotið og það gekk," sagði Magnús að lokum. Pétur: Ætlum að vera topp fimm lið eftir þrjú árMynd/Heimasíða KFÍ"Í heildina litið er ég mjög stoltur af strákunum. Við gáfum þeim leik. Við grófum okkur í svolitla holu í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvað olli því, hvort það var stress eða hvað. Við erum með reynslulitla leikmenn en við komum til baka og gáfum þeim leik," sagði Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ að leiknum loknum. "Keflavík er með mjög gott og vel þjálfað lið og það er erfitt að grafa sig upp úr 17 stiga holu gegn þeim. Við náðum að minnka muninn í átta stig en svo gerum við nokkur taktísk mistök, missum einbeitinguna á vissum stöðum þar sem við hefðum getað komið til baka ef við hefðum ætlað að gefa þessu alvöru leik en það er alltaf erfitt að elta svona gott lið eins og Keflavík." "Við eigum klárlega erindi í úrvalsdeildina. Við erum með mjög góðan mannskap og mjög gott prógram. Við æfum eins og atvinnumenn og ég er með mjög duglega stráka sem gefa sig alla í verkefnið. Á þessu tímabili vorum við að leita eftir einhverju í framhaldinu, við vorum ekki bara að horfa á þetta tímabil. Við erum að hugsa um framtíðina og stefnu að því að vera eitt af fimm bestu liðunum á Íslandi á næstu þremur árum," sagði Pétur ákveðinn að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
Keflavík er komið í úrslit Poweradebikarsins eftir 90-77 sigur á KFÍ á heimavelli sínum í kvöld. KFÍ sem er á toppi 1. deildar gerði hvað það gat til að stríða Keflavík en að lokum var getumunurinn á liðunum of mikill og sigur Keflavíkur öruggur. KFÍ hefur gert lítið að því að tapa körfuboltaleikjum í vetur, liðið hefur sigrað fjórtán af fimmtán leikjum sínum í 1. deildinni og mætti fullt sjálfstrausts gegn liði Keflavíkur sem er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar. Keflavík náði þó frumkvæðinu snemma í fyrsta leikhluta og var fimm stigum yfir að honum loknum 24-19. Keflavík hóf annan leikhluta með 11-2 sprett og var komið fjórtán stigum yfir 35-21 og þá var ekki aftur snúið. Enn munaði fjórtán stigum þegar flautað var til hálfleiks 49-35. Leikmenn KFÍ verða ekki sakaðir um að gefast upp. Liðið barðist af krafti og náði 8-0 kafla um miðbik þriðja leikhluta þar sem Ísfirðingar minnkuðu muninn í 53-45. Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur tók þá leikhlé sem leikmenn hann brugðust við með sínum eigin 8-0 sprett og forystu Keflavíkur því aftur þægileg, 61-45. Enn munaði fjórtán stigum á liðunum að loknum þriðja leikhluta 71-57. Fjórði leikhluti einkenndist af því að úrslitin voru svo gott sem ráðin. KFÍ náði ekki að setja pressu á Keflavík og þrátt fyrir að berjast fyrir hverjum bolta hafði Keflavík lítið fyrir því að halda fengnum hlut. Magnús Gunnarsson var atkvæðamestur Keflvíkinga með 25 stig, Charles Parker skoraði 20 og Jarryd Cole skoraði 14 auk þess að hirða 17 fráköst. Christopher Miller-Williams skoraði 24 stig fyrir KFÍ og tók 11 fráköst, Ari Gylfason skoraði 13 og Edin Suljic 12.Keflavík-KFÍ 90-77 (24-19, 25-16, 22-22, 19-20)Keflavík: Magnús Þór Gunnarsson 25/6 fráköst, Charles Michael Parker 20/6 fráköst, Jarryd Cole 14/17 fráköst, Valur Orri Valsson 13/4 fráköst/8 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 10, Kristoffer Douse 3, Gunnar H. Stefánsson 3, Almar Stefán Guðbrandsson 2.KFÍ: Christopher Miller-Williams 24/11 fráköst, Ari Gylfason 13/5 fráköst, Edin Suljic 12/6 fráköst, Kristján Andrésson 10/5 fráköst, Craig Schoen 9/6 fráköst/6 stoðsendingar, Jón H. Baldvinsson 7/7 fráköst, Hlynur Hreinsson 2. Magnús: Vinnum alla ef við hlustum á þjálfarann"KFÍ hlýtur að vera með mjög gott lið þar sem þeir eru komnir í undanúrslit bikars og við þurftum að hafa fyrir þessu en sigur er sigur," sagði Magnús Þór Gunnarsson stigahæsti leikmaður Keflavíkur í kvöld. "Við vorum að bíða eftir þessum sprett sem kom í byrjun annars leikhluta. Við vissum að við værum með töluvert betra lið, með fullri virðingu fyrir þeim og vorum kannski værukærir í byrjun. Við héldum kannski að þetta kæmi að sjálfu sér þar sem þeir eru í 1. deild en þeir eru með hörkulið og við þurftum að hafa fyrir þessu en eftir að við slitum þá frá okkur þá var ekki aftur snúið." "Þeir börðust eins og þeir gátu og við vorum ekki eins tilbúnir og við ætluðum okkur að vera en ég er mjög ánægður með að við erum komnir í höllina, það er langt síðan það hefur gerst," sagði Magnús sem sagði Sigurð þjálfara ekki hafa þurft að lesa yfir liðinu eftir 8-0 sprett KFÍ í þriðja leikhluta. "Þegar hann tekur leikhléið þá vissum við að við vorum að gera rangt og hann þurfti ekkert að lesa yfir okkur heldur segja okkur hvað við þyrftum að gera og við gerum það og svörum góðum sprett þeirra. Ef við hlustum á þjálfarann þá vinnum við hvaða lið sem er, við þurfum bara að gera það," sagði Magnús. "Við ætluðum að gefa meira í í fjórða leikhluta en við fórum frekar í að verja forskotið og það gekk," sagði Magnús að lokum. Pétur: Ætlum að vera topp fimm lið eftir þrjú árMynd/Heimasíða KFÍ"Í heildina litið er ég mjög stoltur af strákunum. Við gáfum þeim leik. Við grófum okkur í svolitla holu í fyrri hálfleik, ég veit ekki hvað olli því, hvort það var stress eða hvað. Við erum með reynslulitla leikmenn en við komum til baka og gáfum þeim leik," sagði Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ að leiknum loknum. "Keflavík er með mjög gott og vel þjálfað lið og það er erfitt að grafa sig upp úr 17 stiga holu gegn þeim. Við náðum að minnka muninn í átta stig en svo gerum við nokkur taktísk mistök, missum einbeitinguna á vissum stöðum þar sem við hefðum getað komið til baka ef við hefðum ætlað að gefa þessu alvöru leik en það er alltaf erfitt að elta svona gott lið eins og Keflavík." "Við eigum klárlega erindi í úrvalsdeildina. Við erum með mjög góðan mannskap og mjög gott prógram. Við æfum eins og atvinnumenn og ég er með mjög duglega stráka sem gefa sig alla í verkefnið. Á þessu tímabili vorum við að leita eftir einhverju í framhaldinu, við vorum ekki bara að horfa á þetta tímabil. Við erum að hugsa um framtíðina og stefnu að því að vera eitt af fimm bestu liðunum á Íslandi á næstu þremur árum," sagði Pétur ákveðinn að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira