Undarleg þróun hefur átt sér stað á olíumörkuðum heimsins. Bandaríska léttolían hefur lækkað töluvert á meðan Brentolían hækkar í verði.
Þannig kostar tunnan af léttolíunni 96,5 dollara í augnablikinu og hefur verð hennar lækkað um rúm 6% undanfarin mánuð, þar af 3% á síðustu dögum. Tunnan af Brent olíunni stendur hinsvegar í 112,5 dollurum og hefur verðið ekki verið hærra síðan í annarri viku janúar s.l.
Það er talið eðlilegt að munurinn á þessum tveimur olíutegundum sé í kringum 3 til 4 dollara á tunnuna. Í dag er munurinn 16 dollarar. Ástæðan fyrir muninum á milli þessara tegunda er að Brent olían er léttari eða þynnri en sú bandaríska og því fæst meira af verðmætari olíuvörum eins og bensíni úr henni.
Undarleg þróun á olíumörkuðum heimsins

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum
Viðskipti erlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent