Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum.
Greining Íslandsbanka segir að lækkun atvinnuleysisins skýrist einna helst af tvennu. Annars vegar halda flestir þeirra 900 einstaklinga sem tóku þátt í námsátakinu „Nám er vinnandi vegur" áfram námi nú í vor og fóru því af skrá um síðustu áramót. Í annan stað rann bráðabirgðaákvæði um minnkað starfshlutfall út um síðustu áramót og í kjölfarið fóru um 500 manns af skrá sem höfðu fengið greiddar bætur með hlutastarfi.
Greining Íslandsbanka segir þó óhætt að segja að staðan sé mun betri en hún hafi verið í janúar í fyrra, en þá hafi skráð atvinnuleysi verið 8,5%, og fyrir tveimur árum síðan þegar skráð atvinnuleysi mældist 9,0% í janúarmánuði.
Lækkun atvinnuleysis skýrist ekki af fjölgun starfa
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent




Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic
Viðskipti erlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili
Viðskipti innlent

Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent